Karfan.is - til eftirbreytni

Þeir félagar sem standa að vefsíðunni karfan.is, fengu heiðursverðlaun fyrir umfjöllun sína um körfubolta á lokahófi KKÍ um síðustu helgi. Eru þeir vel að þessum heiðri komnir en heiðurinn er sannarlega okkar körfuboltaáhugamanna að þeir skuli leggja frítíma sinn og sjálfboðavinnu í að mata okkur á fréttum og viðtölum úr körfuboltaheiminum.

Vefsíðan hefur vakið athygli langt út fyrir raðir körfuknattleikshreyfingarinnar og er hún gott dæmi um það hvað hægt er að gera ef menn eru ósáttir við litla umfjöllun sinnar íþróttar. Blaðamenn af öðrum miðlum hafa einnig nýtt sér þjónustu körfunnar.is enda er uppfærsluhraði og áreiðanleiki upplýsinga sem þar má finna, mjög mikill.

Körfuknattleikshreyfingin hefur ávallt verið í fararbroddi við nýtingu kosta internetsins til að flytja fréttir og tölfræðiupplýsingar til síns fylgisfólks og vefsíðan karfan.is er enn eitt skrefið sem stigið er í þessu sambandi.

Beinar vefútsendingar hafa verið í gangi hjá nokkrum félögum undanfarin ár, með Breiðablik og Eggert Baldvinsson þar fremsta í flokki, en fleiri félög eins og KFÍ og KR, hafa fylgt á eftir og með bættum háhraðatengingum á þessi þjónusta bara eftir að eflast og vaxa. Draumurinn er sá að geta sest fyrir framan tölvuna þegar spilað er í úrvalsdeildunum, farið á eina yfirlitssíðu og valið sér leiki þar til að fylgjast með live.

Síðasta útspilið eru síðan beinar tölfræðiútsendingar sem reyndar voru í úrslitakeppninni og nutu gríðarlega vinsælda. Sú framsetning á upplýsingum byggist enn og aftur á sjálfboðaliðastarfi og grasrót hreyfingarinnar.

Að horfa á leikinn live í einum glugga á vafranum og verið með tölfræðina uppfærða í rauntíma í öðrum glugga er auðvitað draumastaðan.

Körfuknattleikshreyfingin er ekki rík að fjármunum, en hún er rík af fólki sem vill íþróttinni vel, rík af eldheitum áhugamönnum sem eru tilbúnir að leggja frítíma sinn í að auka vegsemd íþróttarinnar og það er það sem við lifum á.

Heiðursviðurkenning körfunnar.is, er okkur öllum hvatning sem störfum í þágu körfuboltans og megi síðan vaxa og dafna sem aldrei fyrr. Ég óska stjórnendum hennar innilega til hamingju með viðurkenninguna sem þeir eru sannarlega vel að komnir.

Lokahof04_SOA1 myndina tók Snorri Örn Arnaldsson. Smellið á hana til að sjá hana stærri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

Vel sagt Kalli.

Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að taka þátt í þessu litla ævintýri sem karfan.is er, þó einungis sem ljósmyndari, þó með þeirri undanþágu að ég tók viðtöl við unglingalandsliðskrakka á NM í Svíþjóð um síðustu mánaðarmót.

Það má ekki gleyma því að karfan.is er rekin í sjálfboðavinnu allra þeirra sem koma að vefnum, ekki nokkur sála fær greitt!  Engu að síður hefur tekist að halda úti frábærri umfjöllun um okkar stórbrotnu íþrótt, alveg hreint magnað.

Snorri Örn Arnaldsson, 17.5.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband