Sorglegasti þátturinn í þessu, við erum leiðtogalaus þjóð

Það sorglega við stöðu Icesave-málsins í dag er það að okkur virðist skorta leiðtoga til þess að leiða okkur að eins farsælli lausn í þessu máli, bæði gagnvart öðrum þjóðum og líka inn á við í þinginu.

Við erum leiðtogalaus þjóð, við höfum mállausan forsætisráðherra sem ekki virðist treysta sér í að hitta aðra þjóðhöfðingja og ræða þessi mál milliliðalaust og á þinginu ríkir upplausnarástand.

Það er líka dapurt að hugsa til þess að líklega værum við ekkert betur sett með eitthvað sem gæti kallast þjóðstjórn.

Hér er hver höndin upp á móti annarri. Krísustjórnmál eru ekki okkar te. Hvað þá góðærisstjórnmál eins og við erum rækilega minnt á þessa dagana.

Við tökum kolrangar ákvarðanir dag eftir dag. Hvað varð t.d. til þess að það var talið farsælla að ráða sendiherra, uppgjafar stjórnmálamann, flokksbróður fjármálaráðherrra, til að stýra Icesave samningaviðræðunum fyrir hönd Íslands heldur en að leita sannarlega að besta og hæfasta fólkinu til þess, út fyrir allar pólitískar flokkslínur?

Af hverju var Icesave samningurinn ekki ræddur á Alþingi áður en skrifað var undir hann?

Maður er bara hættur að hafa trú á þessu fólki.


mbl.is Ríkisstjórn á suðupunkti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég er farinn að sjá svolítið sem ég sá síðast fyrir rúmu ári síðan, þ.a.s. þegar sérfræðingar og fjármálastofnanir stóðu upp eftir hvort annað og komu með neikvæðar skýrslur um bankana. Þá komu bankastjórarnir og afneituðu þessu öllu saman. Svo sögðu þeir bara að erlendir fjárfestar séu að reyna að klekkja á íslenska fjármálakerfinu því þau voru öfundsjúkir út í okkar "frábæra" fjármálakerfi. Nú kemur Steingrímur og aðrir í ríkisstjórninni fram eftir hverja neikvæða skýrslu og gera nákvæmlega það sama.

Mér var líka frekar hissa þegar ég heyrði það að búið væri að skrifa undir IceSave samninginn. Leið svona eins og þegar Ísland studdi allt í einu stríðsreksturinn í írak og var sett á þannan lista. Gert í skjóli nætur og án umræðu áður.

En ég veit bara ekki hvort að þjóðstjórn muni virka miðað við núverandi aðstæður. Það getur enginn unnið saman þarna. Verður alltaf að rakka hvort annað niður eða ekki hlusta á neina til að búa til betri frumvörp.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 11.8.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 726

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband