Pólitískar vangaveltur almúgamanns

Já það er ýmislegt að gerast í pólitíkinni þessa daga. Núna er genginn í garð sá tími sem ráðherrar skrifa undir allskonar samninga hér og þar um fjárveitingar í hin ýmsustu verkefni. Sum þeirra og líklega flest ákaflega þörf. Það er í raun hægt að korleggja kjörtímabil ríkisstjórna og sveitastjórna líka á þann hátt að á fyrstu tveimur árunum eru teknar erfiðar og oft sársaukafullar ákvarðanir, en á síðasta árinu er peningum dreift vinstri hægri til að mýkja lýðinn upp aftur fyrir kosningar, hent í okkur bitlingum hér og þar. En þetta er víst gangurinn.

Ég er spenntur yfir prófkjöri Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi og ég er líka spenntur að sjá hvað Kiddi sleggja gerir á kjördæmisþingi Framsóknarmanna hér í Norð-vesturkjördæmi um næstu helgi. Sættir hann sig við þriðja sætið, eða tilkynnir hann að hann hyggist hætta í framsóknarflokknum og stofna sérframboð? Spennó.

Það eru ýmsar bollaleggingar um næstu ríkisstjórn þegar farnar að koma fram. Nú ætla ég bara að vera heiðarlegur og hreinskilinn. Samfylkingin hefur valdið mér vonbrigðum. Ég ól þá von í brjósti að sá ágæti flokkur yrði þessi dæmigerði sósíaldemókratíski flokkur, eilítið hægrisinnaður, sem verði og byggði upp ákveðið markaðshagkefri, en á hinn bóginn stæði vörð um þá sem minnst mega sín. Ómarkviss málflutningur og of vinstrigræn stefna í umhverfismálum m.a. hefur hins vegar valdið því að ég hef orðið fyrir vonbrigðum og myndi ekki finna mig sem félaga þar. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir að listi þeirra í Norðvesturkjördæmi sé nánast handónýtur, gæti farið svo að ég kysi Samfylkinguna. Af hverju? Jú, því ég vil sjá næstu ríkisstjórn skipaða sjálfstæðisflokknum og samfylkingu. Af hverju? Jú, ég treysti ekki stjórnarandstöðunni til að viðhalda hér hagvexti og svona semí-stöðugleika í efnahagslífinu, en ég treysti sjálfstæðisflokknum heldur ekki til að bæta hag þeirra sem minnst mega sín. Samfylkingin gæti komið með ákveðið jafnvægi og nýjar áherslur í félagsmálapakkann sem þörf er á að taka til í. Á sama tíma væri hagstjórnin í höndum þess flokks sem ég hef trú á að geri minnstu vitleysurnar. Þannig sé ég þetta bara. Og af hverju kýs ég þá ekki sjálfstæðisflokkinn bara? Jú, af því að ég vil frekar fá samfylkinguna í ríkisstjórn en aðra flokka sem nú eru í stjórnarandstöðu, að ógleymdum framsóknarflokknum sem á í mikilli tilvistarkreppu nú um stundir. Í mínum huga er þetta bara spurningin um hvaða flokkur fer með sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn og þá reyni ég að styðja þann sem ég vil sjá með honum. Eða svona er staðan alla vega í dag.

Hvað ætli Árni Þór segi núna?Smile

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Þór segir: Hvað á það að taka þig langan tíma að koma út úr skápnum og viðurkenna að þú ert sjálfstæðismaður. Þú þarft ekki að skammast þín kallinn minn - þú ert ekki einn........

Vona að þið rokkið feitt í kvöld.

á

Árni Þór (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband