Fróðlegur fyrirlestur á Hólum

hjortur_blacknwhiteÉg var á fyrirlestri í gær á Hólum í Hjaltadal þar sem Hjörtur Smárason markaðsgúrú kynnti hið nýja vefsamfélag sem kallað hefur verið Web 2.0 og fjallaði um hvernig fólk getur nýtt sér það til markaðssetningar. Hjörtur rekur eigið markaðsráðgjafarfyrirtæki Scope. Hann heldur einnig úti bloggsíðu og skrifar pistla í viðskiptablaðið um markaðsmál.

Þetta var mjög áhugaverður fyrirlestur og þarna dró hann saman í raun það sem maður vissi en gat kannski ekki útskýrt í þaula. Í stuttu máli má segja að Web 2.0 sé samheiti yfir vefi sem byggja á efni sem notendur sjálfir setja inn. Annað sem einkennandi er fyrir þessa nýju kynslóð vefja er gagnvirkni. Bloggsíður eru gott dæmi um hvort tveggja, bloggarinn setur inn efni sem síðan aðrir geta gert athugasemdir við.

Hjörtur fór yfir það hvernig fólk getur nýtt sér þessa vefi til markaðssetningar bæði með heimasíðum og með tölvupósti. Það er nefnilega ekki sama hvernig þetta er gert.

Mjög fróðlegur fyrirlestur eins og áður segir og opnaði þessa hluti afskaplega vel fyrir mér. Skora á ykkur að lesa það sem Hjörtur skrifar, sérstaklega ykkur sem haldið úti vefjum um ferðamál en hann sagði það fullum fetum að gæði vefja um ferðamál á Íslandi væru ekki mikil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Synd að hafa neyðst til að yfirgefa svæðið í miðju kafi; náði ekki nema bara fyrri helmingnum af þessu áhugaverða efni. Það er eins og þú segir, margt af þessu vissi maður og hafði upplifað, við sem höfum verið nettengdir frá því að það var fyrst hægt, en gott að fá þetta svona uppsúmmerað til að geta fókusað betur á lykilatriðin í þessu. Er að reyna að finna einhvern sem tók niður glósur í seinnihluta fyrirlestursins -  væri til í að skipta á því og ýtarlegum glósum úr fyrrihluta :)

Jón Þór Bjarnason, 31.1.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Karl Jónsson

Sæll Jón Þór, ég glósaði eitthvað niður, sendu mér netfangið þitt svo ég geti sent þær til þín.

Karl Jónsson, 31.1.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband