Eyðibyggðastefnan

Á Íslandi er ekki til byggðastefna og hefur ekki verið lengi. Það litla sem er gert, byggist á skammtíma átökum, sem nákvæmlega engu skila til lengri tíma. Þegar áföll hafa dunið yfir, hefur verið drifið í einhverskonar átaki, þar sem opinberum störfum er dúndrað niður hér og þar, peningum hent í söfn og setur og þannig þaggað niður í vælandi landsbyggðarfólkinu. Þetta hefur dugað í skamman tíma, svo hafa opinberu störfin horfið og jafnvel meira til og enn sviðnari jörð stendur eftir.

Nú er svo komið að ekki er hægt að bjóða landsbyggðarfólki upp á þetta lengur. Það þarf að grípa til aðgerða, raunverulegra aðgerða sem skila sér til lengri tíma. En til þess að það geti orðið, þurfa stjórnmála menn að hafa kjark til að gera róttækar breytingar á málum. Við þurfum alvöru kjarkaða stjórnmálamenn til að hjálpa okkur að takast á við þau vandamál sem við hafa blasað í áratugi. Byggðum blæðir út og íbúar á jaðarsvæðum, virðast vera í öðrum gæðaflokki íbúa þessa lands, ef litið er á hið ömurlega byggðastefnuleysi sem við lýði hefur verið.

Norðmenn hafa farið þá leið að beita skattkerfi sínu til að jafna þessi lífskjör. Þeir hafa verið með lægri tekjuskattsprósentu á skilgreindum svæðum, afskrifað námslán að hluta, greitt hærri barnabætur og svo eiga fyrirtæki kost á ýmsum styrkjum frá norska ríkinu. Til viðbótar þessu hef ég þá trú að með jöfnun flutningskostnaðar geti framleiðslufyrirtæki komið undir sig fótunum úti á landi, í meira mæli en nú er. Þar gætu þau komist í ódýrara húsnæði og eftir staðsetningu, mögulega ódýrari annan rekstrarkostnað einnig. En það þarf að tryggja þeim fyrirtækjum betri aðgang að stóra markaðnum á höfuðborgarsvæðinu og þá kemur jöfnun flutningskostnaðar til greina.

En það er allt of lítið rætt um þessar leiðir, menn hvísla kannski um þetta sín á milli, en enginn virðist þora að koma fram með þessar hugmyndir fyrir Ísland og íslenskar aðstæður. Enda held ég að miðað við skilningsleysi og hroka sumra reykvískra stjórnmálamanna í garð landsbyggðarinnar, eigi svona hugmyndir erfitt uppdráttar og jöfnun atkvæða á landsvísu slátrar þeim endanlega óttast ég. En þetta er samt það eina sem á eftir að reyna, það eina sem mögulega gæti virkað, en við þurfum kjarkaða stjórnmálamenn til að tala fyrir þessu og berjast fyrir því að alvöru byggðastefnu verði komið á laggirnar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband