Á Ísland að vera bara áfangastaður fyrir efnameiri ferðamenn?

Veturinn er fallegur á ÍslandiÞeirri skoðun skýtur alltaf annað slagið upp í umræðunni um fjölda ferðamanna til Íslands og þolmörkin þar, að við eigum að fókusera meira á efnameiri ferðamenn, fá hingað færri ferðamenn en ferðamenn sem borga meira. Út frá hagfræðilegu sjónarmiði er þetta eflaust afar skynsamlegt. Upp myndu byggjst stór og sterk ferðaþjónustufyrirtæki, færra starfsfólk yrði í greininni, færri frumkvöðlar, en vissulega hægt að greiða hærri laun. En hvernig verður landslagið í ferðaþjónustunni ef af þessu yrði nú?

Sæjum við þá ekki tiltölulega fá ferðaþjónustufyrirtæki en gríðarlega stór? Myndi ekki sjarminn af litlu sveitaferðaþjónustunni sem dæmi, minnka til muna? Er það það sem við viljum?

Ekki ég í það minnsta.  Sjarminn við ferðaþjónustuna í dag er einmitt sú staðreynd að mikið er af litlum, kósý gistimöguleikum út um allt land þar sem ferðamenn eru í mikilli nánd við þá sem reka staðina. Persónuleg tengsl verða meiri sem gerir ferðina mun ríkulegri fyrir ferðamanninn þegar þeir heimsækja sveitagistinguna, heldur en stóru hótelin. 

Afþreyingarmöguleikarnir yrðu á fárra færi fjárhagslega og hér yrði aðeins um lúxusgistiþjónustu að ræða myndu þessar hugmyndir ná fram að ganga. 

Sumir segja að ferðaþjónustan í dag sé svipuð því sem var í sjávarútvegi á Íslandi fyrir 30-40 árum, mikið af litlum fjölskyldufyrirtækjum og þróunin verði sú saman, að fá en gríðarlega stór fyrirtæki verði á endanum í þessum ferðamannabrannsa. Ég er ósammála því, því ég veit og það er mín trú, að megnið af þeim ferðamönnum sem hingað kemur, er að leita eftir tengingu við náttúruna og persónulegum tengslum við Íslendinga sjálfa, það hef ég frá eigin reynslu í mínu fyrirtæki.

Eflaust mun þessi skoðun skjóta upp kollinum af og til og hún mun áfram vera "sexy" í augum hagfræðinga, en styrkleiki okkar ferðaþjónustu í dag felst í fjölbreytninni í því að taka á móti ferðamönnum og mæta þeirra þörfum varðandi efnahag og áhugasvið.

Höldum því áfram takk fyrir. 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vil helst ekki stefna í að fá aðeins "ríka fólkið" hingað. Það vill upplifa margt á sem stysta tíma, afþreying er gjarnan á þann hátt að það kostar mikið af tólum og tækjum, þannig að álagið á okkar land af hverjum af þessum ferðamönnum verður margfalt meira en af þeim sem eru hóflegir, t. d. bakpokagenginu svonefndu. Allir sem koma hingað skila eitthvað eftir og taka eitthvað með sér. Og þeir sem fara héðan ánægðir og fullt af jákvæðum upplifunum eru besta auglýsing og munu draga hingað fleiri ferðamenn seinna. Okkar "infrastrúktúr" er þannig að litil þjónustfyrirtæki henta okkur best, eru mest atvinnuskapandi og væntanlega einnig vistvænna en stórfyrirtæki sme horfa á stórgróða á stuttum tíma.

Úrsúla Jünemann, 13.1.2014 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband