Aftur setur ísbjörninn mín plön í uppnám!!

Um daginn vorum við fjölskyldan á Tenerife í rólegheitunum þegar konan, sem er ritstjóri héraðsfréttablaðsins Feykis hér á Krók, fékk símtal frá Fréttablaðinu og var spurð hvort hún ætti myndir af ísbirninum.

Ekki átti hún það náttúrlega á bikiníinu á sundlaugarbakkanum. Ísbjörn nr. 1 var þá kominn á land. Við áttum flug heim síðar þennan dag og í stað þess að gista fyrir sunnan við lendingu um kvöldið og renna þetta í rólegheitunum heim daginn eftir, var brunað norður um nóttina því konan þurfti í vinnuna strax um morguninn. Við vorum komin heim um hálf fimm að morgni.

Í kvöld var svo meiningin að bjóða blaðamanni Feykis og konu hans í mat, þetta löngu planað. Mér sýnist á öllu að þær áætlanir séu í uppnámi, þar sem konan mín ritstjórinn og blaðamaðurinn eru bæði úti á Skaga að fylgjast með ísbirninum. Það er því næsta víst að matarboðinu verður frestað.

En sanniði til að þriðji björninn kemur innan mánaðar og ég ætla að passa mig á því að vera ekkert að plana hlutina neitt mikið fram að því.


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Meiri vitleysan af þeim Hraunsbændum að hringja ekki í Ingólf á Lágmúla og fá hann til að skjóta dýrið steinþegjandi og hljóðalaust. Síðan hefði hann verið huslaður í fjörunni og málið var dautt!

Bestu kveðjur

Árni Gunnarsson, 16.6.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 713

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband