Hverslags óráðsía er þarna? Landsbyggðin geldur.....

Mér finnst það alveg með ólíkindum að launakostnaður hafi aukist úr 700 milljónum í 1.800 milljónir á milli ára. Ég neita að trúa því að þarna sé aðeins um hefðbundnar launahækkarnir að ræða, en þarna eru einhverjir að mjólka ríkið með himinháum launum.

Og þegar niðurskurður er annars vegar, skal hann helst af öllu bitna á landsbyggðinni. Svæðisstöðvarnar hafa verið um margt sameiningartákn fyrir hinar dreifðu byggðir - eða í það minnsta tækifæri til að færa fólk saman á tilteknum svæðum, með misgóðum árangri þó og mér finnst það ámælisvert að hætta með svæðisútsendingarnar. Að ríkisstofnun skuli ganga fram fyrir skjöldu og skerða þjónustuna við okkur úti á landi er ekki boðlegt.

Ég held að Páll Magnússon sé vanhæfur til að stjórna RUV, í hans tíð hefur launakostnaðurinn vaxið alveg ótrúlega mikið og laun hans sjálfs verið í brennidepli. Held að byrja hefði mátt þar og hjá öðrum æðstu stjórnendum, þá hefði hugsanlega verið hægt að fækka uppsögnunum eitthvað.

En landslagið í fjölmiðlaumhverfinu hér á landi er að verða ískyggilegt, Árvakur í bullandi vandræðum og maður veit ekki hvert þetta stefnir.

Nú reynir á að héraðsfréttamiðlarnir standi sína vakt, haldi áfram að koma með fréttir af sínum svæðum og senda þær áfram á stóru miðlana. Ríkisvaldið ætti á móti þessum niðurskurði hjá RÚV og þjónustuskerðingu við landsbyggðina að taka þátt í að efla héraðsfréttamiðalana t.d. með því að kaupa þar auglýsingar og kaupa áskriftir handa þingmönnum sem dæmi.


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er alveg ljóst að launakostnaðurinn hefur ekki hækkað á landsbyggðinni og þess vegna ekki þörf á að skera niður fyrst þar. Palli Magg og einkavinir hans eiga sök á þessum launahækkunu,

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Karl Jónsson

Já ég held að þetta sé lykilatriði í málinu, þú þekkir þennan rekstur vel og veist af eigin skinni að launakostnaðurinn á svæðisstöðvunum hefur ekki verið að sliga reksturinn.

ÉG velti því fyrir mér hvort uppsagnirnar eigi einnig að ná til Kastljóssins t.d. þar sem ég hef trú á að stjórnendur séu ekki á lágum launum.

En hvað finnst þér almennt sem reynslubolta úr faginu, um eflingu héraðsfréttamiðlanna í kjölfarið á þessari holskeflu og þjónustuskerðingu?

Karl Jónsson, 28.11.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband