Afar sorglegt

Þetta er líklega ekki í fyrsta skiptið sem Eyjamenn lenda í þessu. Þar hefur Björn Einarsson verið að byggja upp eftirtektarvert starf og ÍBV er komið í hóp sterkustu yngriflokkaliða landsins. Það er afar svekkjandi að vera búin að undirbúa mót og gera allt klárt þegar meldingin kemur frá hinum liðunum að þau komist ekki.

Því miður er þetta svona víðar líka. KFÍ hefur oft lent í þessu sérstaklega á vorin og núna í vikunni kom það í ljós að Valsmenn gáfu leik sinn í unglingaflokki. Félög virðast sjá sér einfaldlega hag í því að spara ferðakostnað í síðasta leik, sem skiptir kannski engu máli. Þau fá síðan litla fjársekt hjá KKÍ sem er mun lægri en sem nemur ferðakostnaðinum.

Við hér á Tindastól lentum í messufalli um daginn hjá minnibolta stúlkna. Þá var búið að gera allt klárt fyrir mót hér á Króknum, en öll þátttökuliðin melduðu sig út og gríðarlega sárindi meðal heimastúlkna.

Stór ástæða fyrir þessu er sú að þessi svokölluðu vormót KKÍ, sem leikin eru í öllum riðlum nema A-riðli, þar sem Íslandsmótsumferð fer fram, eru ekki alvöru mót sem telja í Íslandsmótinu og því leggja félög og foreldrar minni áherslu á að senda lið í slík mót, sérstaklega þegar um langan veg er að fara. Á ársþingi KKÍ mun liggja fyrir tillaga um að breyta keppnisfyrirkomulaginu í þá veruna að leiknar verði fjórar umferðir í Íslandsmóti í öllum riðlum, ekki bara A-riðli og þá vona ég að þessu skrópi félaga linni.


mbl.is Segir félögin ekki nenna til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Afstaða þessi þykir mér óíþróttamannsleg.

Hilmar Gunnlaugsson, 19.4.2009 kl. 03:50

2 identicon

KKÍ getur líka reynt að sjá til þess að fyrstu mótin á haustinn fari út á land. 

Ég veit ekki betur en að næg þátttaka hafi verið hjá Fjölni, en þar sem hin liðin ætluðu ekki fara þá var sjálfhætt.

Þetta var hinsvegar fáránlega stuttur fyrirvari, strax eftir páskafrí - fá að vita á þriðjudegi að strákarnir séu að fara í tveggja daga ferð til Eyja á föstudegi. 

Þegar móti er frestað eins og fyrir páska þá verðu KKÍ að ákveða strax hvenær mótið á að vera haldið svo foreldrar geti gert viðeigandi plön með skynsamlegum fyrirvara. 

Eymundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband