Færsluflokkur: Dægurmál

Vestfirskt hörkutól!

Já það finnast góðir menn víða sem eru tilbúinir að hjálpa til við svona aðstæður.

Ég sá heimildarmynd um Ástþór og það er engum blöðum að fletta um það að þarna er hörkutól á ferðinni sem þarf að leggja í aukinn kostnað við vélakost til að aðlaga hann sínum þörfum. En í myndinni umfelgaði hann m.a. dráttavélardekk úr hjólastólnum og sinnti búinu sínu rétt eins og um alheilan mann væri að ræða.

Hugarfar þessa manns er einstakt, hann ákvað að láta þetta ekki hafa áhrif á sitt daglega líf og hann er gangandi sönnun þess hve hugurinn getur verið sterkur við svona aðstæður.

Mjólka á heiður skilinn fyrir þessa aðstoð og ég óska Ástþóri alls hins besta við bústörfin á Rauðasandi.


mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær byrjun!

Glæsilegur leikur hjá stelpunum í gærkvöldi. Vonandi blæs sigurinn þeim baráttuanda í brjóst fyrir leikinn við Holland á laugardaginn sem verður nú örugglega erfðari en þessi.

 


mbl.is Íslenskur sigur á Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samgönguráðherra rekur fleyg í raðir Vestfirðinga!

Það er með óíkindum að sjá framgöngu samgönguráðherra þessa dagana gagnvart Vestfirðingum. Árum saman hafa Vestfirðingar í sameiningu barist fyrir því að heilsársvegur með jarðgöngum verði gerður á milli norður og suðursvæða Vestfjarða til að styrkja innviði og samvinnu Vestfirðinga á milli. Þetta var sett á samgönguáætlun og allt í lukkunnar velstandi og áætlað að ljúka framkvæmdum 2011.

Í gær berast síðan þær fréttir frá ráðherra að það sé þrýst á hann um að breyta forgangsröðun jarðgangna á Vestfjörðum og setja göng á milli Skutlusfjarðar og Álftafjarðar framar en Dýrafjarðargöngin og hann ætli sér að taka málið upp á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í haust, en þetta sama fjórðungssamband hefur barist fyrir Dýrafjarðargöngunum undanfarin ár.

Ég skil ekki svona, hann nefnir enga ákveðna aðila sem hafi þrýst á hann og þetta er ekki til neins annars fallið en að vekja upp tortryggni manna á milli á svæðinu.

Í dag keppast sveitarstjórnarmenn við að lýsa furðu sinni á þessu uppátæki og Haddi bæjó segir að þetta sé eins og þruma úr heiðskíru lofti og vitnar hann í samtöl við marga sveitarstjórnarmenn á svæðinu.

Hvað gengur samgönguráðherra til? Býr eitthvað að baki?


Sýnir eitt umfram annað

......hvað þeir félagar Styrmir og Matthías voru í raun valdamiklir og hafa verið áhrifamiklir í íslenskri stjórnmálasögu. Hafa verið persónulegir ráðgjafar og trúnaðarvinir helstu stjórnmálaforkólfa sérstaklega sjálfstæðisflokksins.

Ég ætla ekki að dæma um þann gjörning að birta þetta aðeins 10 árum eftir að samtölin áttu sér stað, en að mínu mati varpar þetta skýrara ljósi á hlutverk þessara fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins í stjórnmálasögunni.

Svo má líka spyrja sig að því þegar svona náin tengsl við valdamikla stjórnmálamenn eru opinberuð hvort sú kenning að Baugsmálið hafi fæðst inni á ritstjórnarskrifstofu Moggans, eigi við rök að styðjast. 


mbl.is Svavar dregur dagbækur í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef trú á mínum mönnum í kvöld

Þrátt fyrir að vera án slatta af sterkum leikmönnum, hef ég trú á því að mínir menn standi sig í kvöld. Fullt af ungum og mjög hungruðum leikmönnum koma í staðinn og það getur virkað mjög vel. Leikurinn er á þannig tíma með ensku deildina handa við hornið, að allir vilja sýna Wenger að þeir eigi heima í aðalliðinu í vetur.

Ég hlakka mjög mikið til að sjá miðjuna með þá Denilson og hinn 17 ára Ramsey.

Giska á að byrjunarliðið verði þetta í 4-4-2:

Almunia

Sagna - Djorou - Gallas - Clichy

Eboue (því miður) - Ramsey - Denilson - Vela

van Persie - Adebayor

Þarna eru fjórir sem spiluðu lítið eða ekkert með Arsenal á síðasta tímabili. Framlínan er hins vegar öflug og vörnin ætti á góðum degi að geta haldið aftur af sóknarmönnum Twente.


mbl.is Arsenal án nokkurra sterkra leikmanna gegn Twente
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á tímum niðurskurðar, sendir RUV útvarpsþátt út beint frá Kína

Var að heyra það í auglýsingu á Rás 2 að þátturinn A-J, sem stjórnað er af tveimur hressum mönnum sem gaman er að hlusta á, verði sendur út beint frá Kína.

Kannski er þetta bara nöldur í manni, en á meðan verið er að segja upp starfsmönnum RUV á svæðisstöðvunum úti á landi, bruðla þeir svona með peningana. Er það bara allt í lagi?

En ég er þá bara nöldrari.

En varðandi handboltalandsliðið þá snýst þetta bara um að hafa gaman af því að vera þarna og njóta þess, þá koma úrslitin oft frekar en að vera að rífa sig upp í einhverja pressu.


mbl.is Getum unnið hvaða lið sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á að snúa sér að íþróttakeppninni

Það er svo sem í lagi í aðdragana Ólympíuleikanna að benda á hluti sem eru í ólagi í Kína en ég tel að nú sé kominn tími til þess að leyfa íþróttamönnunum að taka sviðið og pólitísku þvargi um ástandið í landinu ljúki.

Ég er einn af þeim sem vil ekki blanda saman íþróttakeppni eins og Ólympíuleikum og pólitík og ég sé t.d. ekkert að því að íslenskir ráðamenn verði viðstaddir opnunarathöfnina og sýni þar með Ólympíuleikunum, þessari stórkostlegu og fornu íþróttakeppni og íslensku keppendunum virðingu.

Nú verður sviðið íþróttamannanna og ég vona að athyglin verði óskipt á þeim á meðan leikunum stendur.


mbl.is För ólympíukyndilsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktík borgarstjóra gerir hann að leiðinlegasta viðmælanda sem um getur

Ótrúlegt vælið í borgarstjóranum. Ég er búinn að horfa á þetta umrædda viðtal og sannleikurinn er sá að það er borgarstjóri sjálfur sem kemur sér í þessi vandræði sem hann talar um að hann hafi ratað í eða verið kallaður inn á fölskum forsendum.

Hann reynir nefnilega alltaf, með löngum og hundleiðinlegum orðræðum, að tala spyrilinn í kaf og það sem verra er í því, hann fer um víðan völl og ræðir ekki málin sem spurningarnar fjalla um.

Sem dæmi þegar það átti að ræða málefni Ólafar nöfnu hans sem hann sparkaði út úr skipulagsráði, þó hófst upp þvílík einræða hjá manninum um allt aðra hluti um hina frábærlu hluti sem eru að gerast í borginni, en allt annað en málefnið sjálft.

Þetta er einhver taktík sem hann hefur komið sér upp, að ná tökum á viðtölum sem hann fer í með þessum einræðum, hann gerir sér grein fyrir veikleikum sínum að geta ekki svarað spontant spurningum sem skellt er á hann, hann setur skilyrði um málefni sem eigi að ræða og vill hafa alla þræði í hendi sér.

Úr verða langar einræður þar sem spyrillinn reynir að koma inn einni og einni spurningu og reynir að stöðva þetta rugl.

Þetta gerir borgarstjóra að leiðinlegasta viðmælanda sem ég hef séð í Kastljósi í gegn um tíðina.


mbl.is Ólafur: Boðaður á fölskum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og menn þurfa að "velta fyrir sér" hvort þeir lækki

Skv frétt á visi.is í morgun eru stóru olíufélögin að velta því fyrir sér hvort þau geti lækkað olíu- og bensínverð hér á landi í dag þrátt fyrir eina mestu lækkun sem sést hefur á olíu í langan tíma.

Ætli þeir hefðu þurft að velta þessu fyrir sér ef tunnan hefði hækkað um 7 dollara í gær?

Held ekki.

En góðu fréttirnar eru þær að þróunin virðist vera sú að eftirspurnin eftir olíu er að minnka og ég get sjálfur persónulega vitnað til um það úr mínum eigin heimilisrekstri.


mbl.is Engar breytingar á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband