Samgönguráðherra rekur fleyg í raðir Vestfirðinga!

Það er með óíkindum að sjá framgöngu samgönguráðherra þessa dagana gagnvart Vestfirðingum. Árum saman hafa Vestfirðingar í sameiningu barist fyrir því að heilsársvegur með jarðgöngum verði gerður á milli norður og suðursvæða Vestfjarða til að styrkja innviði og samvinnu Vestfirðinga á milli. Þetta var sett á samgönguáætlun og allt í lukkunnar velstandi og áætlað að ljúka framkvæmdum 2011.

Í gær berast síðan þær fréttir frá ráðherra að það sé þrýst á hann um að breyta forgangsröðun jarðgangna á Vestfjörðum og setja göng á milli Skutlusfjarðar og Álftafjarðar framar en Dýrafjarðargöngin og hann ætli sér að taka málið upp á þingi Fjórðungssambands Vestfirðinga í haust, en þetta sama fjórðungssamband hefur barist fyrir Dýrafjarðargöngunum undanfarin ár.

Ég skil ekki svona, hann nefnir enga ákveðna aðila sem hafi þrýst á hann og þetta er ekki til neins annars fallið en að vekja upp tortryggni manna á milli á svæðinu.

Í dag keppast sveitarstjórnarmenn við að lýsa furðu sinni á þessu uppátæki og Haddi bæjó segir að þetta sé eins og þruma úr heiðskíru lofti og vitnar hann í samtöl við marga sveitarstjórnarmenn á svæðinu.

Hvað gengur samgönguráðherra til? Býr eitthvað að baki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 770

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband