Lífleg skrif um þorrablótið í Bolungarvík - stóralvarlegt mál!!

Þetta hófst allt hér með grein óánægðar húsfreyju, sem ég held þó að eigi rétt á setu á blótinu en átti það ekki áður, þegar hún var kona einsömul http://www.bb.is/?PageID=153&NewsID=93670

Síðan kom Kata Gunn sterk inn og reit grein á einhverskonar forníslensku og vísar væntanlega hinar fornu hefðir og upplýsir jafnframt þjóðina um karlamálin sín http://www.bb.is/?PageID=153&NewsID=93765

Þá kom öflug varnarræða þar sem m.a. er bent á að ekki átti fólk nú miða vísann á árshátíð Lions hér í denn, nema að þekkja einhvern í klúbbnum, hafiði það !! http://www.bb.is/?PageID=153&NewsID=93806

Svo er hér ein frekar kaldhæðin þar sem tekin eru raunveruleg dæmi um stöðu margra einstaklinga sem ekki fá að sitja blótið góða, ég meina hvað á homminn að gera? http://www.bb.is/?PageID=153&NewsID=93810

Og að lokum ein sem spyr margra spurninga um þetta háalvarlega mál, ef við ætlum að breyta þessu hvaða girðingar á þá eiginlega að setja?  http://www.bb.is/?PageID=153&NewsID=94046

Þeir sem halda að ég sé eitthvað að grínast með þetta ættu að skammast sín því þarna er um háalvarlegt mál að ræða sem þjóðin þarf að fá botn í. Þeir sem íhuga það að flytja til Bolungarvíkur hugsa sig nú tvisvar um er ég hræddur um. Alla vega þeir sem eru einsamalir. Og ekki getur hjóna- eða sambúðarfólk hugsað sér að flytja þangað, því ef upp úr slitnar er ekki möguleiki að fá miða á blótið.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snildar fréttayfirlit varðandi þetta sérkennilega mál.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 19.1.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband