Akureyri í dag

Við ætlum að skreppa nokkrir á Akureyri í dag og skoða ljósleiðaramál þar. Þar er frumkvöðull sem hefur lagt ljós í bænum og reyndar víða. Við þurfum að skoða helst allt sem að þessu kemur og meta reynslu annarra og læra af henni líka.

Fór reyndar á Akureyri í fyrradag til að sækja Hauk. Gömlu í Holtateig sóttu hann á völlinn og hann var svo syfjaður af bílveikitöflunni sem hann fékk fyrir flugið að hann svaf í eina tvo tíma þangað til ég kom.

Kom þá við í Tónabúðinni og keypti mér trommusett. Ætlaði reyndar að kaupa mér ýmsa fylgihluti á gamla settið, en þegar upphæðin var komin upp í 45 þúsund og nýtt Pearl-sett á tilboði kostaði 75 þúsund og var með öllu því sem mig vantaði, þá var það ekki spurning. En ég er nú ekki vanur að eiga dýr áhugamál, ekki er ég í skotveiði, ekki er ég í stangveiði og ekki er ég í snjósleðasporti eða einhverju sem kostar hellings pening. Þetta er bara spurning um gott sett í kjallarann og þá er ég glaður.

Já handboltinn er á fullu þessa dagana. Íþróttalegt afrek unnið í fyrradag með sigri á Frökkunum. Svona geta íþróttirnar verið, en það þarf réttan kall í brúnna til að rífa menn upp og það hefur Alli frændi svo sannarlega. En nú byrjar þetta fyrir alvöru, leikur við Túnis sem spilar óútreiknanlegan handbolta og þá gæti illa farið ef menn eru ekki á tánum.

Tindastóll hefur átt góða daga í úrvalsdeildinni upp á síðkastið, hafa unnið tvo síðustu leiki sína, gegn Þór í Þorlákshöfn og ÍR hér heima í fyrradag. Nú fer maður að kíkja á fleiri leiki, því nú fer þetta að vera spennandi og spurning um að komast í úrslitakeppnina og í hvaða sæti menn ná þar og svo framvegis.

Annars vona ég að allir eigi bara góðan dag og kveð í bili.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 766

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband