Aukamótið í handbolta - mismunum íþróttagreina á RÚV

Deildarbikarkeppnir í íþróttum á Íslandi eru yfirleitt algjörar aukakeppnir og oftast leiknar á undirbúningstímabili til að búa til alvöru leiki fyrir félög sem eru að undirbúa sig fyrir aðalmótið sem er að sjálfsögðu Íslandsmótið. Knattspyrnan og Körfuboltinn sem dæmi, spila þessa keppni áður en Íslandsmótið hefst. Hanboltinn hins vegar, hefur gert þá undarlegu ráðstöfun að spila þessa keppni þegar Íslandsmótinu er lokið og allur vindur meira og minna úr keppnishaldi.

En þrátt fyrir þessa aukakeppni er okkur boðið upp á beinar útsendingar dag eftir dag frá þessu móti í okkar ástkæra ríkissjónvarpi. Þar hafa menn í gegn um tíðina tekið handboltann upp á sína arma, sett í hann almannafé og gera þar með þeirri íþróttagrein hærra undir höfði en öðrum. Sem að mínu mati er algjör skandall þar sem um ríkissjónvarp er að ræða.

Nú er ég ekki að gera lítið úr því að handbolti sé sýndur í sjónvarpinu yfir höfuð, en fyrr má nú dauðrota.

En mér þykir það alveg forkastanlegt að vera að eyða formúgu fjár í að senda beint út frá þessari aukakeppni handboltamanna. Eiga þá ekki bæði knattspyrnan og körfuknattleikurinn rétt á því að sjónvarp allra landsmanna sýni frá þeirra aukamótum líka?

Eða ætlar sjónvarpið að halda áfram að mismuna íþróttagreinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Án þess að ég vilji gera lítið úr körfunni þá hef ég þetta að segja: Það eru ansi margir sem líta á fyrirtækjabikarinn í körfu (sem nú hét Powerade bikarinn) sem aukamót.  RÚV sýndi úrslitaleikina í beinni nú í haust.  Ég man það glögglega því í miðjum kvennaleiknum (þar sem ég var eftirlitsdómari) fraus fartölvan sem stýrði leikklukkunni og nærmyndir teknar af því þegar Windows 98 (!!!) var að dröslast á fætur aftur.

Gunnar Freyr Steinsson, 2.5.2007 kl. 08:50

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Það er nú bara þannig Kalli að við getum gagnrýnt alla fjölmiðla, við viljum alltaf meira.

En RÚV hefur staðið sig ágætlega, sýndu úrslitaleiki Powerradebikarsins, úrslitaleiki Lýsingarbikarsins, 2 leiki í IE deild karla og einn leik í úrslitakeppni IE deildar kvenna.

Sýn gerði vel í úrslitakeppni IE deildar karla.

Mogginn gerir vel í kringum suma stóratburði, sérstaklega þegar SETH er á vakt.

Fréttablaðið gerir vel þegar ÓÓJ er á vakt.

Eru til fleiri fjölmiðlar sem vert er að nefna, jú Víkurfréttir gera vel og karfan.is ;)

En það er hægt að nöldra í öllum þessum fjölmiðlum líka.

Rúnar Birgir Gíslason, 2.5.2007 kl. 18:14

3 Smámynd: Karl Jónsson

Sælir strákar, mín gremja snýr fyrst og fremst að því að RUV notar almannafé m.a. til að gera samning við eina íþróttagrein umfram aðra. Það er óeðlilegt hjá ríkisfjölmiðli mismuni íþróttagreinum á þennan hátt. Þeir reyna að sinna öðrum íþróttum þ.á.m. körfuboltanum eins og þeir geta en okkar krafa sem skattgreiðanda og fyrrverandi afnotagjaldsgreiðanda hljóta að vera jafnræði í umfjöllun um íþróttir. En þetta er nú ekki nýtt af nálinni.

Karl Jónsson, 3.5.2007 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband