Stórveldisfréttir

header_celtics_words480100

Saga Boston Celtics frá því að Larry Bird hætti störfum fyrir klúbbinn, hefur verið æði sorgleg fyrir okkur aðdáendur þessa forna stórveldis. Mér bárust frá illa innrættum vini (sem heldur reyndar bæði með KR og Leeds), tveir bálkar um hrakfarir liðsins í 20 ár eða svo. Þetta er meira að segja svo mikil lesning að hún er í tveimur hlutum:

Fyrsti hluti

Annar hluti

Þarna kennir margra grasa, ótrúleg klúður í draftinu ár eftir ár og í raun ótrúlegar ráðstafanir í þjálfaramálum.

En mesta klúðrið í þessu er það að menn skuli ekki hafa tekið Bird inn í staffið hjá sér um leið og hann lagði skóna á hilluna. Það verður seint fyrirgefið.

En ég ætla samt að fara til Boston í tilefni af fertugsafmæli mínu eftir tvö ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Já, og ef ég verð heppinn þá verða þeir búnir að sjá að sér þá og hættir þessu körfuboltabrölti og farnir að spila handbolta. Það erum við farin að tala um alvöru karlmanna íþrótt ekki eitthvað helv.. sprikl án snertingar. Það eina sem karfa og hand eiga sameiginlegt eru hinar endalausu rassskellingar manna á milli á bekknum.

Talandi um að spila með hinu liðinu.......................

Guðný Jóhannesdóttir, 30.5.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Usss Kalli, það þarf að sýna þessari konu evrópskan körfubolta. Það er ekki leikur án snertinga, t.d. Grikkland - Tyrkland. Það eru meiri slagsmál þar en á línunni í hand.

Mæli með að lesa skrif Einars Arnar Jónssonar handboltamanns og fyrrverandi RÚVara, hann er þroskaðasti handboltamaður sem ég veit um.

http://veggurinn.blog.is/blog/veggurinn/entry/137156/

og svo

http://veggurinn.blog.is/blog/veggurinn/entry/138070/

Rúnar Birgir Gíslason, 30.5.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Karl Jónsson

Verð nú Rúnar að setja hér inn kommentið sem þú skrifaðir undir fyrri pistil Einars;

"Munurinn á handbolta og hinum tveimur íþróttunum er að í handbolta byrja hópslagsmálin um leið og dómarinn flautar til leiks og lýkur 60 mín seinna, reyndar með smá hléi eftir 30 mín. Í hinum tveimur íþróttunum gerist þetta bara í einstaka leikjum í nokkrar mínútur í einu.

Rúnar Birgir Gíslason, 3.3.2007 kl. 21:42

Þetta eru bara snilldar röksemdir.

Karl Jónsson, 30.5.2007 kl. 10:56

4 Smámynd: Snorri Örn Arnaldsson

@Guðný, byrjar þessi söngur.  Fyrir það fyrsta, þá er handbolti jaðarsport á heimsvísu.  Skv. heimasíðu alþjóða handknattleikssambandsins, þá stunda um 31 milljón manna íþróttina í heiminum, þá eru meðtaldir starfsmenn félaga, þjálfarar og aðrir en áhorfendur sem koma beint að íþróttinni.  Á móti eru um 450 milljónir iðkenda í körfubolta á heimsvísu.  Svo er það þessi söngur um að ekki megi snerta, eða 'sprikl án snertingar'.  Þú hefur greinilega aldrei spilað körfubolta, því í körfubolta má snerta og það ansi mikið, án þess að brotið sé á rétti varnarmanns eða sóknarmanns.  Kúnstin er bara að kunna að snerta, það er mun flóknara mál í körfubolta en handbolta, þar sem þú mátt ekki grípa, halda, ýta eða hrinda.  Ég mæli með því að þú kíkir á myndbönd af Karl Malone, Shaquille O'Neal, evrópskum körfubolta, alþjóða körfubolta eða öðrum þeim körfubolta sem þú kemst yfir að sjá.  Ef þú fylgist vel með og sleppir fordómagleraugunum, þá sérðu hellings snertingu, miklu meiri en þú getur gert þér grein fyrir.

Snorri Örn Arnaldsson, 31.5.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 774

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband