Framtíð ferðaþjónustunnar björt - samspil atvinnulífs og ferðaþjónustu

Ferðamönnum til Íslands heldur áfram að fjölga. Um 10% fjölgun á komum ferðamanna um Leifsstöð í maí frá árinu í fyrra. Sannarlega góð tíðindi og gefur góð fyrirheit.

En fólk skal ekki halda að þetta gerist allt af sjálfu sér. Gríðarlega mikil vinna og fjármagn hefur farið í að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað til að heimsækja. Bjartsýnustu spár segja að við eigum eftir að fá hér langt á aðra milljón ferðamanna til landsins eftir 10 ár eða svo. Hóflegri spár segja um og undir milljón ferðamanna. Allt þetta rennir stoðum undir þær skoðanir að ferðaþjónustan eigi eftir að verða ein af okkar stærstu atvinnuvegum.

Í dag skilar ferðaþjónustan vissulega heilmiklum tekjum í þjóðarbúið. Samt er greinin sjálf ekki orðin það arðbær að hún geti greitt nægilega há laun til launþega sinna eða staðið undir fjárfestingum af neinu viti. Það er mjög dýrt að reka t.d. gistiþjónustu sem toppar kannski aðeins í 3-4 mánuði á ári en samt er víðast hvar á landsbyggðinni þörf á meira gistirými yfir háferðamannatímann. Þannig að menn eru í talsverðri klemmu þegar afkoman dugar rétt fyrir rekstri en ekki fyrir neinum fjárfestingum.

Sumir segja að staða ferðaþjónustunnar í dag sé ekki ósvipuð og staða sjávarútvegsins var fyrir um 30 árum síðan. Smáar einingar, oft lítil fjölskyldufyrirtæki. Þegar þessi litlu fyrirtæki sameinuðust og stækkuðu, fór alvöru hagræðing að eiga sér stað og afkoman batnaði.

Samvinna er nefnilega lykilatriði í ferðaþjónustunni eins og staðan er í dag. Ef lítil fyrirtæki eru ekki á þeim buxunum að sameinast, geta þau fundið sér samstarfsvettvang t.d. í markaðssetningu, flutningi fólks, innkaupum fyrir gistihús og í fleiri þáttum. Í stað þess að setja lítið fjármagn hvert fyrir sig í markaðssetningu t.d. geta menn þá safnað þeim peningum saman á bak við sterkari og markvissari markaðssetningu fleiri aðila.

Mikið hefur verið rætt um samspil atvinnulífs og ferðaþjónustu. Sér í lagi stóriðju og ferðaþjónustu. Menn hafa bent á Kárahjúka í þessu tilliti og umræða hefur farið af stað um mögulega olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Ég tel að ákveðin tækifæri felist í þessu samspili og menn eiga að reyna að einblína á það. Það liggur í augum uppi að stór verksmiðja í litlum firði verður aldrei sérstakt augnayndi. En hins vegar geta menn unnið úr því sem þeir hafa, sett t.d. upp útsýnispalla þar sem fólk getur virt fyrir sér starfsemi viðkomandi verksmiðju, það er hægt að koma upp einhverskonar safni út frá starfsemi verksmiðjunnar og fleira mætti tína til.

En það sem skiptir höfuðmáli er að samfélagsleg áhrif "stóriðju", í hvaða skilningi sem við setjum það orð fram, ná líka til starfsemi ferðaþjónustunnar. Erlendir gestir koma oft í heimsóknir og þurfa á viðurgjörningi að halda á meðan dvöl þeirra stendur. Viðgerðar- og tækniteymi þurfa sömuleiðis á þjónustu að halda og því er það deginum ljósara að stór atvinnurekandi í hátæniiðnaði þarf á ferðaþjónustunni að halda allt árið. Þetta gæti því rennt styrkari stoðum undir starfsemi ferðaþjónstuaðila - sér í lagi gisti- og veitingaaðila og þar með aukið arsemi greinarinnar, sem aftur þýðir betri vaxtarskilyrði, meiri fjárfestingar og hærri laun.

Hér þarf gott samspil náttúru og atvinnulífs. Við komumst aldrei hjá því að leggja eitthvað til af náttúru landsins við atvinnuuppbyggingu af þeirri stærðargráðu sem Vestfirðirnir þurfa um þessar mundir. Það er of langt í að ferðaþjónustan geti orðið sá stóri og sterki atvinnuvegur sem rífur upp byggðarlögin þar, það þarf eitthvað stórt að gerast og það strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband