Færsluflokkur: Pepsi-deildin
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Sverka reddar'essu!
Sverrir er hörkutól og bara gaman að sjá hann koma þarna til leiks.
Hins vegar á Leifur alla mína samúð, það er ekki gaman að standa í svonalöguðu. Og ef satt er að þeir hafi verið búnir að taka ákvörðun um að reka hann áður en þeir fóru með honum á blaðamannafundinn, er það ekki fallegur leikur.
Kannski hann snúi sér aftur að körfuboltadómgæslunni þar sem hann var langbestur!!
Sverrir tekur við Fylki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 12. júní 2008
Hegðun knattspyrnuþjálfara veldur áhyggjum
Ég heyri marga tala um það þessa dagana hvað sé að gerast meðal knattspyrnuþjálfara. Flestir muna eftir upphlaupinu í kring um Guðjón Þórðarson um daginn sem varð til þess að hann var dæmdur í leikbann og svo í gær var Leifur Garðarson rekinn af varamannabekk Fylkis.
Báðir þjálfararnir eru mjög óánægðir með dómgæsluna í deildinni og finnst á sér brotið hvað eftir annað og sínu liði.
Er það tilfellið að þessir tveir þjálfarar séu í sérstakri meðferð? Eða missa menn sig þegar illa gengur? Þeir hafa alla vega ekki vílað fyrir sér að gagnrýna KSÍ batteríið.
Menn eiga miserfitt með að hafa stjórn á skapi sínu, það er svo sem vitað. En á þessi gagnrýni þeirra við rök að styðjast?
En þegar menn falsa leikskýrslur er það einlægur brotavilji viðkomandi þjálfara og fyrir það ber að refsa grimmilega. Þetta gerðist hjá 2. flokki kvennaliðs ÍA, þegar ólöglegur leikmaður látinn spila, en að mér skilst undir öðru nafni. Ótrúlegt að menn skuli falla í þann fúla pytt að falsa skýrslu árið 2008. En ég er á báðum áttum um refsingu leikmannsins. Hún ætti vissulega að hafa gert sér grein fyrir því að þetta var ólöglegt, en engu að síður gera allir góðir leikmenn það sem þjálfarinn segir þeim að gera. Og hafi þjálfarinn beitt hana þrýstingi er staða hennar erfið.
Það er svo sem sama í hvaða íþróttagrein það er, að það er alltaf leiðinlegt þegar dómgæslan verður aðalatriðið en ekki leikurinn sjálfur. Ég þekki það á mínum þjálfaraferli að þegar liðinu sem maður þjálfar gengur illa, er oft auðveldara að kenna einhverjum öðrum um í stað þess að líta í eigin barm.
En alla vega, þetta er ekki skemmtilegt fyrir íþróttina.
Leifur ósáttur við rauða spjaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar