Færsluflokkur: Enski boltinn

Á dauða mínum átti ég von!

En því verður ekki neitað að þarna kemur inn maður hokinn af reynslu sem getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Segist svo hugur að ef Gallas eða Toure verða frá, verði dubbað upp á Silvestre í miðvörðinn.

En þá er eins gott að karlinn haldist við fulla heilsu, hann hefur verið í tómu basli undanfarin tvö tímabil.


mbl.is Sá fyrsti frá Manchester United til Arsenal í 34 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll tvímæli tekin af

Ég skil eiginlega ekki af hverju menn koma ekki með svona yfirlýsingar strax þegar orðrómurinn fer á kreik.

En Adebayor hefur verið að reyna að fá launin sín hækkuð hjá Arsenal og hefur notað hvert tækifæri til þess að tjá sig opinberlega um áhuga annarra stórliða á sér, þar sem hann getur fengið mun hærri laun.

Vissulega er þetta ekki skemmtileg staða að vera samningsbundinn liði og hafa von um miklu hærri laun annarsstaðar. Á almennum vinnumarkaði segja menn bara upp vinnunni og fara í aðra betur borgaða.

En það er nú ekki þannig að þessir menn séu á sultarlaunum.

Lykilatriði fyrir félög að fá menn til að virða gerða samninga. Hins vegar er alveg ljóst það vill enginn hafa mann í sínu liði sem er í fýlu og því miður er það tæki leikmanna til að losna frá liðum, að vera óánægðir. En ég væri alveg til í að sjá það gerast að leikmaður - stjörnuleikmaður ef því er að skipta, verði látinn sitja á bekknum eða sendur í aðalliðið fyrir að haga sér svona.

Ég vona að Adebayor átti sig á þessu og hætti að væla opinberlega. Maðurinn hefur aðeins spilað eitt tímabil af viti, með 30 mörk og þarf að mínu mati að sanna sig hið minnsta annað tímabil til að verða metinn sem alvöru leikmaður. Alla vega í mínum bókum.

En berist 30 milljón punda tilboð í kappann, er hann ekki það dýrmætur að menn eigi ekki að taka slíku boði.


mbl.is Adebayor ekki til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glætan!!

Sögurnar á Silly season gerast nú æ kræfari. Arsenal fer í fyrsta lagi ekki að selgja Adebayor og í öðru lagi væri Crouch nákvæmlega ekki maður til að fylla hans skarð.

Umboðsmenn blómstra þessa dagana, skálda upp allskonar rugl til þess eins að gera skjólstæðinga sína verðmætari og skapa þeim betri stöðu í samningaviðræðum um nýja samninga.

Ég held að það sé málið að þrátt fyrir að Ade hafi fengið samning í fyrra, vilji hann fá annan og betri í ár og þess vegna sé verið að kokka upp þessar sögur til að pressa á Arsenal. Arsenal hefur hins vegar ákveðnar vinnureglur í heiðri, þeir vinna ekki sín leikmannakaup í fjölmiðlum og eru fljótir að loka á umboðsmenn og aðra sem rjúka með þreifingar í pressuna.

En bara svo það sé á hreinu, þá er Crouch ekki maðurinn til að fylla hans skrað fari svon ólíklega að hann yfirgefi Arsenal og mér finnst það nú bara jaðra við dónaskap að halda það.


mbl.is Arsenal með augastað á Peter Crouch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður í staðinn fyrir Dribbler McNoscore

Fari svo að Dribbler McNoscore, eða Alexander Hleb, yfirgefi herbúðirnar, tel ég að þarna sé kominn góður staðgengill. Hann fittar vel í það mót sem Wenger hefur skapað fyrir unga og efnilega leikmenn, mitt helsta áhyggjuefni er kannski það að hann sé of þekktur af hæfileikum sínum!!

Svo er það spurningin með varnarmann, ég veit það svei mér ekki, Senderos hlýtur að gyrða sig í brók eftir reynsluna síðasta tímabil og hreint ágætt mót með Svissurunum á EM. Þannig að ég held að hann ætti að pluma sig áfram sem back up spilari fyrir Toure og Gallas.

Gallas er helsta spurningamerkið finnst mér. Menn efast um leiðtogahæfileika hans, en ekkert hefur verið gefið út um það hvort honum verði skipt út sem fyrirliða eða ekki, þó vissulega margt hafi verið ritað og rætt um það.

Ég er á því að Fabregas eigi að taka við fyrirliðabandinu því ég hef þá trú að hann standi undir þeirri ábyrgð og vaxi hugsanlega á vellinum fyrir vikið.

En við sjáum hvað setur, ef Wenger nær í Arshavin, sem ég tel litlar líkur á vegna verðmiðans sem settur verður á hann og samlanda hans hjá Chelski, er sóknarlínan orðin svakaleg.

En Adebayor til AC Milan eða Barcelona? Held ekki.................


mbl.is Nasri búinn að semja við Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá Arsenal-blogg

Við krakkarnir fórum til pabba að horfa á Arsenal-leikinn á laugardaginn. Æðislega sætur sigur gegn Liverpool. Rosicky fór á kostum og "Anrí" kláraði dæmið með einkennandi einstaklingsframtaki. Almunia mjög traustur í markinu og spurning hvort að Wenger sparar sér peninga með því að rétta honum keflið þegar Lem'ann hættir, líklega næsta sumar.

Annars er það athyglisvert að Arsenal spilar vel gegn þessum stóru liðum og ná góðum úrslitum gegn þeim, en gegn verkamönnunum gengur þeim bölvanlega í flestum tilfellum. Þeir verða að fara að ná tökum á spilamennskunni á móti liðum sem helst af öllu vilja spila lítinn fótbolta og sparka boltanum eins langt í burtu og þeir geta þegar þeir ná honum. En þessi lið eiga það sammerkt að vera föst fyrir, gróf og grimm og það hefur farið heldur illa í mína menn og er ég ekki sáttur við það. Ef menn ætla sér titla í þessari deild, verða þeir að taka á hvaða liði sem er með hörku.

Annars eru vangaveltur um að Ljungberg sé að fara frá liðinu. Sé það rétt bærast blendnar tilfinningar í mínu brjósti. Ljungberg hefur oft verið leikmaður sem komið hefur til skjalanna þegar mest hefur á reynt, en því miður hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit á þessu og síðasta tímabili og oftar en ekki verið meiddur. Nú eru leikmenn eins og Hleb og Walcott að koma sterkir inn á kantinn hægra megin og vinstra megin eru það Rosicky og hugsanlega Van Persie sem Ljungberg þarf að berjast við. Spurning hvort að hans tími sé kominn og ég held ég geti fallist á það. Hann er líka á mjög háum launum og það myndi losa eitthvað um pyngjuna að selja hann. Fínt að rýma til fyrir Ribery hinum franska sem ég trúi að komi til liðsins næsta sumar.

En nóg um það, á morgun er annar leikur milli Arsenal og Liverpool í deildarbikarnum, eða mikka mús-bikarnum eins og sumir kalla þá keppni vegna tilgangsleysis hennar og þá má búast við annarri liðsuppstillingu hjá Arsenal en á laugardaginn var.

Ég er að missa þolinmæðina gagnvart einum leikmanni. Það er Baptista sem alls ekki hefur náð að heilla mig. Hann segist fá fá tækifæri hjá Wenger, en þau sem hann hefur fengið hefur hann ekki nýtt að mínu mati. Hann er framliggjandi miðjumaður og spurning hvort að pláss sé fyrir hann í þeim hópi framsækinna miðjumanna sem Arsenal hefur yfir að ráða. En ég held að hann hafi hæfileika en hann verður að fara að sýna þá ef hann ætlar að festa sig í sessi þarna. Annars er bara að skila honum til Real Madrid og spara sér þann pening.

Varðandi vangaveltur um kaup á leikmönnum veit ég ekki alveg hvar á að drepa niður fæti. Helst er það markvörður sem liðinu vantar að mínu mati.  Vinstri bakvörður gæti verið eitthvað sem Wenger vildi horfa á, þó Clichy sé ágætur þá er hann ekki þessi gæðaleikmaður sem liðið þarf á að halda, en gæti svo sem þróast í það með tíð og tíma enda ungur að árum. Gallas er of dýrmætur í miðvarðarstöðunni til að hann spili bakvörðinn en hins vegar verð ég að minnast á það að hann stóð sig frábærlega í þeirri stöðu fyrr á tímabilinu og virtist mun ánægðari í þeirri stöðu hjá Arsenal en hjá Chelsky. Hann fékk að fara fram yfir miðju með Arsenal og var oft á tíðum einn fremsti maður í sókn.

Toure, Senderos og Djurou eru fínir í miðvarðarstöðunni með Gallas. Hægri bakvarðarstaðan er vel mönnuð með Eboue og Lauren að koma til baka eftir meiðsli og svo hefur Hoyte sýnt góða takta bæði vinstra og hægra megin.

Erfitt að sjá miðjuna batna með einhverjum kaupum. Þó fer að líða að því að finna þurfi arftaka Gilbertos. Ég sé Flamini ekki taka við af honum, en hann er þó mjög góður bakk-upp leikmaður og í raun örlítið vanmetinn.  Fabregast er framtíðarkóngurinn á miðjunni og síðan eru framliggjandi menn eins og Hleb, Rosicky, Ljungberg, Van Persie, Walcott, Baptista ef hann verður áfram og ljós að miðjan er vel skipuð. En ef Ljungberg og Baptista fara, þarf að bæta aðeins í hópinn og þá kemur Ribery sterkur inn.

Í framherjastöðunum er liðið ágætlega mannað að mínu mati. Kóngurinn "Anrí" er þar náttúrlega fyrstur á blaði og með honum hafa verið að spila þeir Adebayor eða Kanu tvö, eins og ég kalla hann og Van Persie. Walcott getur líka komið þar inn og aldrei að vita nema að Aliadére fari loksins að sýna eitthvað.

Sem sagt, ég dreg þá ályktun að það liggi mest á að kaupa markvörð, síðan vinstri bakvörð, þá varnarsinnaðan miðjumann.

Hilsen


Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband