Föstudagur, 19. janúar 2007
Farsi á Alþingi
Ég ætlaði að hlusta í beinni útsendingu frá utandagskrárumræðum frá Alþingi um málefni Byrgisins sem átti að hefjast kl. 10.30. Nú er kl. 11.07 og umræðan ekki hafin ennþá.
Þess í stað hófust umræður um "störf þingsins" eins og það heitir. Þar voru menn að karpa um framkvæmd umræðu um ríkisútvarpsfrumvarpið. Svo þegar tíminn var búinn til að ræða störf þingsins bjóst maður við að utandagskrárumræðan hæfist, en viti menn. Þá var hægt að taka til máls um fundarstjórn forseta og það er hreinn brandari að hlusta á það. Þar eiga menn að ræða um fundarstjórn forseta, en umræðan um ríkisútvarpsfrumvarpið hélt áfram á svipuðum nótum. Þegar menn misstu sig greip forseti frammí og minnti menn á að það ætti ekki að ræða efnistök frumvarpsins heldur um fundarstjórn forseta.
Ég ætla að fara út á leikskóla núna á eftir og hlýða þar á mun gáfulegri umræður leikskólakrakka í sandkassanum.
Hilsen
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu, Karl - undanfarna daga hef ég verið að taka saman punkta í bloggfærslu um þingið og vitleysisganginn þar - en alltaf bætist í vitleysuna þannig að ég er aldrei búinn ...
Hlynur Þór Magnússon, 19.1.2007 kl. 11:15
Ég sé fyrir mér að þú verðir ekki aðgerðarlaus á næstunni Hlynur minn!
Karl Jónsson, 19.1.2007 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.