Er "Fagra Ísland" ekki svo fagurt eftir allt saman?

Samfylkingin er á húrrandi niðurleið þessa dagana. 21% í könnun Fréttablaðsins. Fer að nálgast gamla Alþýðuflokkinn. Það eru margir að bollaleggja um ástæður þessa og ég ætla hér að varpa fram minni sýn á því, eða að minnsta kosti stórum faktor í þessu fylgishruni.

Forystumenn Samfylkingarinnar drifu sig og hentu upp framtíðarstefnu um hið "Fagra Ísland", eins og allir vita. Þar komu þeir illilega aftan að sínu fólki í grasrótinni, sér í lagi í Þingeyjarsýslu og í Skagafirði. Á báðum þessum stöðum eru til umræðu verkefni sem skipt geta gríðarlegu máli fyrir bæði byggðarlögin. Annars vegar álver við Húsavík og hins vegar virkjun Héraðsvatna, ef sá möguleiki verður settur á skipulag.

Eftir því sem ég hef lesið mér til um og skoðað, var þessi fagra-íslandsstefna ekki unnin í samvinnu við flokksmenn í grasrótinni, heldur var það unnið að frumkvæði formanns og unnið af núverandi forystumönnum og þingflokki. Um svona veigamikil mál verður að fara fram umræða í grasrótinni. Þú setur ekki fram yfirgripsmikla og afdrifaríka stefnu öðruvísi en að félögin út um land fái tækifæri til að ræða hana og gera við hana athugasemdir.

Á sama tíma og verið er að skoða þann möguleika að setja virkjunarkosti á skipulag hér í Skagafirði, kemur þingmaður Samfylkingarinnar sem er Skagfirðingur og segir fullum fetum að ekki verði virkjað í Skagafirði, punktur og basta. Þetta var í senn klaufalegt hjá viðkomandi þingmanni og gæti hafa haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir hana í prófkjöri sem á eftir fylgdi.

Það gengur ekki að forystumenn hvaða flokka sem er, setjist niður og smíði stór og afdrifarík stefnumál án þess að grasrótin hafi eitthvað um hana að segja. Það er hreint og beint illa gert gagnvart því fólki sem á stórra hagsmuna að gæta í þeim málaflokki sem um ræðir.

Ég er hlynntur því að sá möguleiki verði fyrir hendi í framtíðinni að hægt verði að virkja í Skagafirði. Ég vil að við eigum þann möguleika til að geta nýtt orkuna í uppbyggingu á atvinnu hér heima í héraði. Ég er hins vegar alfarið á móti virkjun ef fyrirsjáanlegt er að orkan eigi að fara til annarra verkefna en hér heimavið.

Forysta Samfylkingarinnar verður að starfa í takt við fólkið í grasrótinni. Hún verður að vita fyrir hverja hún starfar og til hvers er ætlast af henni. Forysta sem ekki gerir það, fær einfaldlega rauða spjaldið og er skipt út. Byggðapólitíkin hefur verið nær handónýt á Íslandi í mörg ár og loksins þegar menn sjá fram á að eitthvað geti hugsanlega rofað til í atvinnumálum á þessum svæðum sem hér um ræðir og eiga í vök að verjst, koma menn fram með svona hugmyndir sem ganga þvert ofan í áhuga og vilja heimamanna.

Í þessu liggur einn af meginvandamálum Samfylkingarinnar, að forystan er ekki í tengslum við grasrótina.

Hilsen


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband