Heildstætt Grettisverkefni

Í beinu framhaldi af síðasta bloggi mínu um skort á samvinnu ferðaþjónustuaðila langar mig til að benda á eitt verkefni sem að mínu mati gæti orðið hrein gullnáma í framtíðinni ef menn bera gæfu til að vinna að því saman.

Í Húnaþingi er komið á koppinn verkefni sem byggir að stærstum hluta upp á Grettissögu og söguslóðum þeirrar sögu á svæðinu. Þar hafa menn miklar og spennandi hugmyndir um hvernig hægt sé að nýta þessa snjöllu sögu - sem líklega er ein af þekktustu íslendingasögunum - í ferðaþjónustu.

grettislaug

Í Skagafjörð lágu leiðir Grettis. Hann var sendur í útlegð í Drangey - eina mestu náttúrperlu Skagafjarðar - þaðan synti hann yfir á Reyki á Reykjaströnd til að sækja sér eld eins og frægt er. Nú er búið að byggja Grettislaugina upp og getur fólk brugðið sér í hana með Drangey í sjónlínu.

Mér vitanlega er engin samvinna milli ferðaþjónustuaðila í Húnaþingi og Skagafirði um það sem ég vil kalla heildstætt Grettisverkefni, þar sem farið er á söguslóðir Grettis og honum fylgt frá vöggu til grafar ef svo má segja. Þarna eru miklir möguleikar og þetta er eitt skýrasta dæmið um á hvaða forsendum menn geta unnið saman og byggt upp spennandi verkefni þar sem þessum einna mestum kappa íslendingasagnanna er fylgt eftir.

Ímyndið ykkur svona uppbyggingu á ferð.

Ferðamenn sóttir á sérmerktri Grettisrútu til Keflavíkur. Farið með þá norður og dvalið í 3-4 daga í Húnaþingi þar sem farið er með ferðamennina á söguslóðir Grettis. Þeir ganga um svæðið á sérmerktum gönguleiðum, heimsækja Bjarg þar sem Grettir bjó og upplifa söguna með því að virða fyrir sér upplýsingaskilti og fleira sem tengir þá við söguna. Eftir þessa 3-4 daga í Húnaþingi er haldið í Skagafjörð þar sem dvalið er í 2-3 daga. Þar er Drangey heimsótt og þar verður búið að koma upp myndrænum skiltum með upplýsingum um dvöl hans þar. Grettisbælið gert upp og siglt yfir í Reyki þar sem fólk getur baðað sig í Grettislaug og hugsanlega hlustað samtímis á brot úr sögunni og því þegar hann synti yfir.

Í Skagafirði væri hægt að koma upp safni í anda landnámssetursins í Borgarnesi þar sem sagan væri sett upp með myndrænum hætti.

Þetta er aðeins brot af því sem hægt væri að setja upp til að gera þessari sameiginlegu sögu húnvetninga og skagfirðiga þau skil sem hún á skilið.

En til þess þarf samvinnu og klasasamvinna er mjög ákjósanlega í þessu tilliti.

Auðvitað hefur svona verkefni mun fleiri hliðar en hér er lýst og þau krefjast undirbúnings og fjármagns. En ég nota þetta aðallega til að taka dæmi af því hvað hægt væri að gera ef menn ynnu saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband