Menn telja endalaust kílómetrana til Reykjavíkur

Já það er ekki ofsögum sagt að hvarvetna telji menn kílómetrana til Reykjavíkur og geri allt sem í þeirra valdi stendur að ná þeim niður.

Það nýjasta í þessu eru vangaveltur um veg yfir Kjöl sem Norðurvegur hefur sett fram sem yfirlýst markmið sitt. Má ætla að verði þetta að veruleika, veikist staða byggðar í Húnavatnssýslum enn frekar, en margir þar um slóðir byggja sitt lífsviðurværi á þjónustu við ferðalanga.

Á Vestfjörðum voru menn svo uppteknir af því að telja kílómetrana til Reykjavíkur að þeir sáu ekki kostina við það að setja vegaframkvæmdir á milli norður- og suðursvæðanna í forgang og stækka þannig markaðssvæði Vestfjarða og opna á milli samvinnu og samskipti vestfirðinga innbyrðis.

Verði þessi Kjalvegur að veruleika er spurning til hvaða mótvægisaðgerða menn geta gripið varðandi byggð í Húnavatnssýslum og hugsanlega víða.

Það eru tvær hliðar á öllum málum og það sannast í þessu tilfelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband