Mánudagur, 5. febrúar 2007
Menn telja endalaust kílómetrana til Reykjavíkur
Já það er ekki ofsögum sagt að hvarvetna telji menn kílómetrana til Reykjavíkur og geri allt sem í þeirra valdi stendur að ná þeim niður.
Það nýjasta í þessu eru vangaveltur um veg yfir Kjöl sem Norðurvegur hefur sett fram sem yfirlýst markmið sitt. Má ætla að verði þetta að veruleika, veikist staða byggðar í Húnavatnssýslum enn frekar, en margir þar um slóðir byggja sitt lífsviðurværi á þjónustu við ferðalanga.
Á Vestfjörðum voru menn svo uppteknir af því að telja kílómetrana til Reykjavíkur að þeir sáu ekki kostina við það að setja vegaframkvæmdir á milli norður- og suðursvæðanna í forgang og stækka þannig markaðssvæði Vestfjarða og opna á milli samvinnu og samskipti vestfirðinga innbyrðis.
Verði þessi Kjalvegur að veruleika er spurning til hvaða mótvægisaðgerða menn geta gripið varðandi byggð í Húnavatnssýslum og hugsanlega víða.
Það eru tvær hliðar á öllum málum og það sannast í þessu tilfelli.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.