Þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Enn af Norðurvegi - ekki bara umhverfis- og samgöngumál
Í gær lýsti ég áhyggjum mínum af stöðu byggðar sérstaklega í Húnavatnssýslum, verði hálendisvegur yfir Kjöl að veruleika.
Í morgun hlustaði ég á viðtal við Jóhannes Jónsson í Bónus, á Útvarpi Sögu og þar sagði hann fullum fetum að þessi vegur yrði ekki lagður í andstöðu við íbúa landsins. Hvað þýðir þetta? Þýðir þetta að íbúar í Húnavatnssýslum geti mótmælt því við þetta einkahlutafélag að vegurinn verði lagður og þá verði hann ekkert lagður?
Ítreka það sem ég sagði í gær að ef leyfi verði veitt fyrir þessum framkvæmdum þurfi "stjórnvöld að koma að málinu" eins og klisjan segir.
Ég hef minni áhyggjur af Borgarfirði þó eflaust muni umferðin þar eitthvað minnka, en ég hef verulegar áhyggjur af stöðu Húnvetninga verði þetta að veruleika.
Hvar eru takmörkin fyrir því að stytta sér stöðugt leiðir til Reykjavíkur? Hvaða máli skiptir það þó að þú verðir þrjá tíma suður í stað fjögurra? Skiptir það öllu máli?
Þetta er ekki ekki bara samgöngu- og umhverfismál, heldur líka nútíma byggðamál.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.