Mánudagur, 12. febrúar 2007
Ert þú brottfluttur og langar aftur heim? Nú er tækifærið!!
Í blöðum helgarinnar var að finna heilsíðu atvinnuauglýsingu frá mörgum aðilum hér í Skagafirði, þar sem auglýst er eftir fólki í margvísleg störf. Óvenju fjölbreytt störf leyfi ég mér að segja og gott tækifæri fyrir háskólamenntað fólk jafnt sem ófaglært að finna eitthvað spennandi við sitt hæfi. Svona auglýsing segir meira en mörg orð um það sem er að gerast hér um slóðir. Hér finnur maður fyrir miklum krafti og uppgangi og margar hugmyndir eru uppi á borðum varðandi framtíðaruppbyggingu í atvinnulífinu.
Ég flutti aftur hingað á Sauðárkrók í desember sl. ásamt fjölskyldu minni og það kom mér þægilega á óvart hversu mikið og vel er unnið í að efla atvinnulífið. Ákvörðun okkar byggðist á fjölskyldulegum vangaveltum en okkur óraði ekki fyrir því að hér væri sá uppgangur sem fyrirsjáanlegur er í náinni framtíð. Það kom okkur skemmtilega á óvart að vera að flytja inn í frjótt samfélag þar sem menn vinna ötullega að því að efla og styrkja atvinnulífið. Það heyrist ekki mikið um þetta út á við.
Ég hef heyrt á mörgum brottfluttum sveitungum mínum að þeir hafi svo sem alveg áhuga á því að koma heim aftur, en hvað ættu þeir að fá að gera? Hafi staðan áður verið þannig að ekkert hafi verið hægt að fá að gera, sýnir umrædd atvinnuauglýsing að nú eru breyttir tímar. Mér er það til efs að í langan, langan tíma hafi annar eins fjöldi starfa verið í boði og nú og hlutfall starfa fyrir háskólamenntað fólk er hátt í þessum auglýsingum.
Ég hvet alla þá sem hafa áhuga á því að snúa heim aftur, til þess að skoða þessar auglýsingar, hafa samband við þá aðila sem gefa nánari upplýsingar og fræðast nánar um ástandið hér um slóðir. Ég vil jafnframt fullvissa þá sem áhuga hafa á að skoða þetta og eru ekki gamlir Skagfirðingar, að þeir muni ekki sjá eftir því að skoða þennan möguleika af alvöru.
Það þarf oft á tíðum kjark til að synda á móti straumnum í ýmsu tilliti. Það á ekki síst við undir svona kringumstæðum þegar fólki langar aftur heim, en hefur einhverjar efasemdir um að það gæti gengið. Umræðan hefur verið neikvæð í garð landsbyggðarinnar um margra ára skeið og ekki síst gagnvart Norðvesturlandi. En það eru góðir hlutir að gerast og við þurfum fleira gott fólk til að hjálpa okkur í því að þoka málum hér fram á veginn. Tækifærin eru sannarlega fyrir hendi.
Ég hvet alla þá brott fluttu sem áhuga hafa á að skoða þetta, að gera það með opnum huga. Í mínum huga er það mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem hér er hafin og ég er ánægður með að fjölskyldan tók þá ákvörðun að flytja í Skagafjörðinn og við unum okkur hér vel í einstöku umhverfi.
Karl Jónsson
Verkefnastjóri hjá Gagnaveitu Skagafjarðar, sem ætlar að leggja ljósleiðara inn á hvert heimili á Sauðárkróki á þessu og næsta ári. Það er aðeins eitt af mörgum framfaraverkefnum sem í gangi og undirbúningi eru.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessi þig Kalli...
og þakka þér fyrir þessa grein. Það var kominn tími til að það sé ýtt undir bjartsýnina í samfélaginu. Ef allir hafa svartnættið að leiðarljósi þá er ekki sérlega líklegt að við getum elfst og dafnað.
kv
Unnar
Unnar Rafn Ingvarsson, 16.2.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.