Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Nóg komið af helvítis skýrslum og nefndum
Það er dapurlegt að líta yfir farinn veg núverandi ríkisstjórnar í byggðamálum. Byggðamál eru raunverulegt viðfangsefni. Ekki bara vettvangur nefnda og skýrslugerðar hvað eftir annað.
Svör iðnaðar- og viðskitparáðherra á þingi í vikunni um þessi mál báru þess ekki vott um að fyrirhugað væri að setja kraft í þessi mál. Þar var enn verið að "fjalla" um málin í ráðuneytunum og "nefndir" að störfum og niðurstaðna að vænta fyrir árslok - eða einhvern veginn þannig hljómaði svarið. Þetta er bara sama svar og hefur heyrst undanfarin 10-12 ár. Það er alltaf verið að vinna að málunum, það er alltaf verið að skrifa skýrslur, það er alltaf verið að vinna að tillögum í hinum og þessum nefndum. En það er bara nóg komið og það fyrir löngu.
Ég verð alveg fokvondur þegar ég skoða þessi mál og það pirrar mig alveg svakalega að ekki skuli vera hægt að koma með lausnir sem raunverulega skipta máli.
Nýjustu fréttirnar af lokun Marels á Ísafirði sýna svo ekki verður um villst að samfélagið má ekki vera of háð fyrirtækjum sem í fyrsta lagi hafa höfuðstöðvar sínar annarsstaðar og í öðru lagi víla ekki fyrir sér að varpa samfélagslegri ábyrgð á haf út ef það hentar þeim í "hagræðingarskyni". Loforð gilda nákvæmlega ekkert í þessu sambandi. Hversu oft hefur fólk heyrt þegar stórfyrirtæki kaupa fyrirtæki í litlum samfélögum að það sé sko ekki verið að kaupa þetta til að leggja það niður. Menn lofa því eins og aular. Kannski erum við úti á landi helvítis aular að trúa því, ég veit það ekki.
Af hverju felst ekki byggðastefnan í því að veita einum milljarði t.d. til þeirra svæða sem hvað veikast eru sett og byggðastofnun í samráði við atvinnuþróunarfélög og fjórðungssambönd falið að vinna sem best úr þeim peningum? Þetta getur falið í sér uppbyggingu í atvinnulífi, niðurgreiðslu á flutningskostnaði svo framleiðslufyrirtæki geti komið afurðum sínum jafn auðveldlega á framfæri á stóra markaðnum fyrir sunnan og fleiri þáttum sem skipta lansdbyggðina einhverju máli. Það þarf ekki að vera sama lausn fyrir alla. Það hlýtur að mega taka hvern landshluta fyrir sig og fá heimamenn til að meta hvað henti þeim best. Það er raunveruleg byggðastefna.
Af hverju mega Vestfirðir og Norðurland Vestra ekki fá sértæk úrræði til að vinna upp hagvaxtarmínusinn á næstu árum. Austfirðingar fengu vrikjun og álver, nú geta þeir unnið úr því í framtíðinni og nú er bara komið að öðrum svæðum og þá sérstaklega þessum tveimur. Hvað skuldar ríkisstjórnin þessum svæðum í peningum talið borið saman við þau svæði sem hagnast hafa mest á undangengnum þenslutímum? Getur ekki einhver snillingur reiknað það út?
Það er komið að skuldadögum. Þessi ríkisstjórn ætlar í kosningaslaginn með þetta á bakinu, að hafa mismunað þegnum þessa lands er varðar möguleika til að draga fram lífið. Það er of stutt fyrir þá til að koma með drastískar aðgerðir úr þessu. Er þá ekki bara kominn tími til að skipta í brúnni og leyfa stjórnarandstöðunni að spreyta sig? Kannski verður það ekkert betra, en það er fullreynt með þetta lið við stjórn að mínu mati.
Setjið milljarð á Vestfirði og setjið milljarð á Norðurland Vestra og ég skal kjósa ykkur! Það er mitt tilboð.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.