Kominn í ungmennafélagsandann

umsslogo 

Um helgina tók ég sæti í varastjórn Ungmennasambands Skagafjarðar. Gaf kost á mér í það eftir að til mín var leitað og þáði ég það í sjálfu sér með þökkum. Þar með er ég kominn með annan fótinn inn í ákaflega skemmtilegt umhverfi á nýjan leik, eftir að ég var framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga 2003 og fram í apríl 2004.

Það er til fólk í dag sem finnst þessi "ungmennafélagsandi" vera hallærislegur og byggir það í raun á misskilningi. Innan hreyfingarinnar er áherslan lögð á félagsmál, umhverfismál og ýmis samfélagsleg verkefni. Þegar íþróttirnar blandast saman við þessi atriði verður úr ákaflega skemmtilegur kokteill og andrúmsloftið verður æðislega skemmtilegt og uppbyggjandi. Jafnvel hörðustu "antí-ungmennafélagssinnar" hafa kokgleypt fordóma sína þegar þeir hafa fengið tækifæri til að kynnast þessu á eigin hátt. Þess má geta að UMFÍ á 100 ára afmæli á þessu ári. Ungmennafélagið Tindastóll, mitt gamla og góða félag, á einnig 100 ára afmæli. 2010 á síðan UMSS 100 ára afmæli þannig að það er hvert merkisárið sem rekur annað innan hreyfingarinnar í héraðinu á næstunni.

Þetta verður skemmtilegt ár í stjórn UMSS er ég viss um og ef mér skjátlast ekki mun áhugi minn á málefnum þess bara aukast með tímanum. Ég er þannig gerður að ég þrífst ákaflega vel í jákvæðu og uppbyggjandi starfi eins og innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Þar eru litlar áhyggjur af peningum, þar sem héraðs- og ungmennasambönd byggja sinn fjárhag að mestu leyti á föstum fjárframlögum, þar sameinast allir í ákveðnum verkefnum eins og landsmótum og slíku og andinn verður skemmtilegur og jákvæður. Við þátttöku í starfi íþróttafélaga snúast málin meira um peninga og þar getur því miður skapast neikvætt og þrúgandi andsrúmsloft þar sem stöðugt færri og færri fást til starfa. Þar fara málin líka að snúast um árangur á vellinum, mat einstaklinga á því hvað er árangur og hvað ekki og svo framvegis.

En ég er sem sagt mjög sáttur við þennan ráðahag og hlakka til að takast á við störf í stjórn UMSS. Þó ég sé aðeins varamaður vita þeir sem til þekkja að ég er ekki sú týpa sem sit bara og hlusta, ég vil gera eitthvað, koma einhverju í verk og leggja mitt af mörkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kalli

Rakst á síðuna þína og ákvað að kasta kveðju. Vona að þú hafir það gott.

Kv. Eygló J

eygloj (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:15

2 Smámynd: Karl Jónsson

Takk Eygló mín, já allt í góðu hérna megin.

Karl Jónsson, 2.3.2007 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband