Mánudagur, 5. mars 2007
Línur teknar að skýrast í körfuboltanum
Ég hef nú ekki mikið bloggað um körfuboltann undanfarið en það er kannski tími til kominn að fara að sinna þessu einna helsta áhugamáli mínu.
Haukarnir fallnir, það var niðurstaða gærdagsins. Ég sá leik Tindastóls og Hauka eftir áramótin og ég verð að segja það að þetta var eitthvert slakasta Haukalið sem ég hef séð. Þarna eru þó góðir leikmenn inn á milli en þetta hefur ekki gengið hjá þeim. Lið í þessari stöðu hafa ekkert gott af því að lenda í botnbaráttu ár eftir ár og ná sífellt að bjarga sér á síðustu stundu. Það verður lítil framróun í slíkum liðum og stöðug varnarbarátta. Urðu í 10. sæti í fyrra, 9. árið áður og nú falla þeir. gefur þeim tíma til að endurskipuleggja hlutina upp á nýtt og mæta sterkir til leiks að ári.
Mínir menn í Tindastól sigla lygnan sjó. Gráta eflaust tapið gegn Hamri/Selfoss hér heima í janúar, það var alveg grátlegt að horfa upp á það. Að láta lið sem gefur sig út fyrir að spila göngubolta og drepa niður hraða, skora á sig 58 stig í einum hálfleik er alveg ótrúlegt og miðað við leikjaprógrammið var þetta leikur sem þeir urðu að vinna til að eiga möguleika í úrslitakeppnina. Þar fór sá draumur. Markmiðið náðist að halda sér í deildinni, en það verður heldur betur að taka til í varnarleik liðsins, ef menn ætla sér stærri hluti. Að mínu mati ekki rétt að vera með þennan leikstjórnanda. Hann skemmdi meira í þeim leikjum sem ég sá en gerði gagn. Jú vissulega getur hann skorað 6-8 stig í röð þegar sá gállinn er á honum en hann hangir allt of mikið á boltanum og tekur oft rangar ákvarðanir að mínu mati. Mig minnir að í leiknum gegn Hamri hafi hann verið á bekknum í nokkrar mínútur og mjög gott flæði í sókninni, en hann var settur inn á og skoraði 6 stig í röð, en drap um leið allt þetta flæði sem var í sóknarleiknum.
En ég vil fyrir næsta tímabil hafa Evrópskan leikstjórnanda og miðherja, en fjölhæfan kana. Það er besta blandan af erlendum leikmönnum og hentar best íslenskum aðstæðum. Reyna svo að fá frambærilegan íslenskan strák í hópinn, gefa ungu strákunum fleiri mínútur og eins og ég sagði áður, þjálfa upp varnarleik. Það geta allir skorað og allir þjálfarar geta sett upp sóknir sem henta, en ef góður varnarleikur fylgir ekki, gengur dæmið ekki upp.
Fjölnismenn og Þórsarar í Þorlákshöfn berjast um hitt fallsætið og staða Fjölnis ekkert sérstaklega glæsileg ef úrslit fara eftir bókinni góðu. Tel þó að þeir vinni Tindastól sem hefur í raun að engu að keppa.
Keflvíkingar hafa verið í ótrúlegu ströggli og þó þeir hafi komið sterkir upp í úrslitakeppninni í gegn um tíðina, held ég að þeirra tími sé ekki núna og tel þá góða ef þeir komast í undanúrslitin.
Njarðvík, KR og Skallagrímur með bestu liðin í dag, þó Snæfell sé ekki langt undan með besta varnarliðið í deildinni. Varnarleikurinn gæti skipt sköpum þegar uppi er staðið, en Njarðvíkingar eru með besta heildarpakkann í dag og vandséð að við þá verði ráðið.
En meira síðar.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er rétt Kalli, blogga bara nógu mikið um körfubolta. Daninn vill sjá sem flest sjónarhorn á körfuboltann heima.
Rúnar Birgir Gíslason, 5.3.2007 kl. 15:20
Ekki myndi ég nenna að spila í þessari deild í dag. Hvað ætli íslenskir leikmenn taki mörg % af skotum sinna liða? Hvað varð um það að hafa útlendinga sem bæta það sem við höfum ekki, td hæð? Að mínu mati er þetta orðið svo mikið rugl að maður nennir ekki að horfa á þetta lengur.
Ingvar (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.