Föstudagur, 9. mars 2007
Körfuboltablogg
Spennandi lokaumferð í boltanum í gærkvöldi og all mörg lið færðust til um sæti. Óvænt úrslit hjá KR og Grindavík annars vegar og Skallgarími og ÍR hins vegar. Einhvern tímann hefðu það þótt óvænt úrslit að Snæfell legði Keflavík að velli í Sláturhúsinu en svo er ekki þetta tímabilið. Býst þó við Keflvíkingum beittum í úrslitakeppninni. Þór Þorlákshöfn féll því miður. Ekki að ég hefði óskað Bárði vini mínum þess að falla með Fjölnisstrákana sína, heldur er bara skemmtilegur körfuboltaandi í Þorlákshöfn og fengur að hafa þá uppi í deildinni.
Mínir menn í Tindastól sigldu lygnan sjó. Markmiðið náðist að halda sér uppi, en með eilítið betri varnarleik hefði liðið getað komist í úrslitakeppnina.
Mikið verið rætt um útlendinga í íslenska körfuboltanum undanfarið. Menn sem hafa tjáð sig um það eru oft illa upplýstir. Helsta ástæðan fyrir fjölda útlendinga hlýtur að vera skortur á frambærilegum íslenskum leikmönnum hjá þeim liðum sem hafa marga útlendinga. Þrír útlendingar viðrast vera orðnar forsendur margra íslenskra liða í úrvalsdeild og jafnvel víða. Veit að staðan hjá mörgum liðum úti á landsbyggðinni er sú að þeir verða að fá útlendinga til að geta telft fram liði yfir höfuð. Staðreyndin er líka sú að sum lið og meira að segja á suðurnesjunum, búa við manneklu. Menn fá sér ekki evrópska leikmenn nema af illri nauðsyn að mínu mati. Ef menn eiga frambærilega íslenska leikmenn er engin ástæða til þess að fá sér útlending til að láta hann sitja á bekknum.
Ég held að staðan sé ekki sú sem margir halda fram, að þessir útlendingar taki tíma frá íslenskum leikmönnum sem standa þeim jafnfætis í getu. Þeir taka tíma frá íslenskum leikmönnum sem eru slakari, held að það sé staðreynd.
KR er með þrjá útlendinga. Skallagrímur er með þrjá útlendinga. Njarðvík er með þrjá útlendinga, en af þeim er einn með íslenskan ríkisborgararétt. Þór Þorlákshöfn er með þrjá útlendinga, þar af einn með íslenskan ríkisborgararétt, Tindastóll er með þrjá útlendinga, Haukar með þrjá og hin öll með tvo að ég held. Þannig að þetta er komið til að vera og bara að sætta sig við þetta og reyna að vinna sem best úr því.
Við verðum stöðugt að efla unglingastarfið og aðeins með því gerum við útlendinga óþarfa hér í deildinni.
Úrslitakeppnin verður spennandi. Flest lið geta unnið hvort annað á góðum degi. Á þó von á því að líðin í efri hlutanum og þau með heimavallarréttinn, eigi sigur vísan í átta liða úrslitunum, þó er aldrei að vita hvernig Skallagrímur og Grindavík fara. Hrökkva Keflvíkingar í gírinn í úrslitakeppninni? Held að gríðarlega sterkur varnarleikur Snæfellinga, slái þá samt út af laginu.
Miðað við veturinn ættu Njarðvík og KR að spila til úrslita, en á maður ekki bara að spá djarft og því að það verði Vesturlandsslagur í úrslitaviðureigninni? Tæplega en aldrei að vita.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Kalli, flott síða.
Við Njarðvíkingar erum fyrir löngu hættir að telja Brenton okkar sem útlending Enda búsettur á Íslandi í 8 ár.
Hvað með það þá er ég sammála þér að úrslitakeppnin verður spennandi. Það eru mörg frambærileg lið núna sem gera tilkall til Íslandsbikarsins.
Fjörið byrjar á fimmtudaginn og vona ég að fólk fjölmenni á leikina.
Örvar Þór Kristjánsson, 13.3.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.