Vestfjarðaaðstoð STRAX!!

Loksins virðast menn vakna við vondan draum þessa dagana og átta sig á því að Vestfirðir hafa orðið algjörlega útundan í framþróun íslensks samfélags og atvinnulífs. Nú er beðið niðurstöðu ríkisstjórnarfundar um þetta málefni og ráðherrar keppast við að lýsa yfir því að nú verði eitthvað gert.

Þó fyrr hefði verið.

Ég hef reyndar dálitla trú á því að raunhæfar tillögur líti dagsins ljós, þar sem stutt er í kosningar. Það er í raun sorglegt að það þurfi kosningar til að koma mörgum framfaramálum sem setið hafa á hakanum í framkvæmd.

Samgöngur á Vestfjörðum eru sér kapítuli og með ólíkindum að ráðamenn þjóðarinnar hafi látið það viðgangast í áratugi að einangra Vestfirði með skammarlega lélegum samgöngum. Það hefur verið mín bjargfasta skoðun að síðustu 10 árin hafi menn einblínt of á styttingu leiðarinnar til Reykjavíkur, í stað þess að byggja um heilsárssamgöngur á milli norður- og suðursvæða Vestfjarða. Vestfirðingum hefur ekki einu sinni staðið það til boða að vinna saman innanfrá vegna þessa. Samstaða á einangruðu svæði eins og Vestfjörðum er lykilatriði í framþróun byggðar. Og í raun alveg ótrúlegt að sveitarstjórnarmenn og þingmenn á Vestfjörðum hafi barist fyrir því að Ísafjörður verði skilgreindur sem byggðakjarni en leggja ekki samtímis ofuráherslu á að hann geti staðið undir því nafni með því að standa suðursvæði Vestfjarða til boða hvað varðar verslun og þjónustu. Nei þess í stað hafa menn eytt öllu púðrinu í að telja kílómetrana til Reykjavíkur. Það er ein stærstu mistökin sem gerð hafa verið varðandi byggðaþróun á Vestfjörðum sl. 10 ár eða svo.

Það hefði fyrir löngu verið hægt að gera eitthvað í lækkun flutningskostnaðar. Verðskrá flutningafyrirtækjanna tekur m.a. mið af þeim vegum sem bílarnir þurfa að aka, til að koma vörum á áfangastað. Það að fara yfir fjölda erfiðra fjallvega og aka á vondum malarvegum hlýtur að slíta bílunum meira og þar af leiðandi þurfa flugningafyrirtækin að gera einhverjar ráðstafanir. Mér finnst fáránlegt þegar fólk er að blammera flutningafyrirtækin hvað þetta varðar, það væri nær að líta til ráðamanna þjóðarinnar, sérstaklega þeirra snillinga sem farið hafa með byggðamál. Það er hægt í dag að leggja fram fjármagn til að niðurgreiða flutningskostnað og gera hann jafnan á við það sem gerist til annarra landshluta. Þetta eru að vísu sértækar aðgerðir sem manni virðist oft að sjálfstæðismenn megi ekki heyra minnst á, en í guðana bænum, þetta er spurning um líf eða dauða fyrir þetta landsvæði.

Opinber störf geta aldrei orðið grundvöllurinn að atvinnulífi neinsstaðar og eiga ekki að vera. Ríkið getur hins vegar stutt atvinnulífið með tilfærslum á verkefnum og stofnunum. Í nútíma samfélagi og með tilliti til framtíðartækniframfara er vel hægt að staðsetja opinberar stofnanir og skrifstofur úti á landi. Nýleg dæmi um fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga sanna þetta og eru til eftirbreytni. Samskipti á milli almennings og svona stofnana verða æ algengari með rafrænum hætti og því er alveg sama hvar þetta er staðsett. Vilji er allt sem þarf.

Eðlilegur aðgangur að fjármagni er eitt af þeim atriðum sem brýnt er að leysa úr. Síðan bankarnir voru einkavæddir og krafa um arðsemi orðið antí-landsbyggðarvæn, hafa þeir markvisst lokað á lán til atvinnusköpunar á Vestfjörðum. Þessu verður að breyta. Byggðastofnun verður að fá fjármagn til að lána til atvinnulífsins fyrir vestan og það fjármagn kemur bara frá ríkinu. Það er til fólk með hugmyndir fyrir vestan, vilja og kraft til að framkvæma, en þessu fólki verður að koma til aðstoðar með að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd.

En nú verða menn að hysja upp um sig buxurnar og fara út í raunverulega aðstoð við byggðarlögin á Vestfjörðum. Þar er kraftmikið, hugmyndaríkt fólk sem þar býr, ég get upplýst fólk um að þar er gott að búa en menn hafa sofið á verðinum og það verður að koma Vestfjörðum til bjargar og hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband