Hvar eru Suðurfirðingarnir í Vestfjarðanefndinni?

Það vekur athygli mína að enginn skuli hafa verið tilnefndur í Vestfjarðanefndina af suðursvæði Vestfjarða. Það virðist vera sem svo að vandamál landsfjórðungsins einskorðist við norðursvæðið en því er nú ekki að heilsa. Samgöngumálin hafa verið í molum sunnan megin einnig og hár flutningstkostnaður hefur reynst mönnum erfiður þar ekki síður en norðanmegin.

Það býr eitthvað einkennilegt að baki því að enginn fulltrúi skuli vera frá suðursvæðinu. Það hefði nú ekki verið mikið vandamál að bæta við einum stól og fá fram sjónarmið þeirra einnig. Eða er þessi nefnd kannski óþarfa biðleikur? Liggja ekki fyrir tillögur sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um aðgerðir? Til hvers þá að vera að setja saman þessa nefnd?

Sveitastjórnarmenn á norðanverðum Vestfjörðum hafa því miður lagt ofuráherslu á að telja kílómetrana til Reykjavíkur í stað þess að sína áhuga á að byggja upp heilsárssamgöngur yfir á suðursvæðið. Það eru mikil mistök og ég hef áður lýst því að það eru að mínu mati, ein mestu mistökin sem gerð hafa verið sl. 10 ár í byggðaaðgerðum vestra. Að gefa fólki ekki tækifæri til að byggja sig upp innanfrá og standa þannig saman sem ein heild er háalvarlegt mál. Það hefði átt að byrja á þessu fyrir löngu, löngu síðan, eða í kjölfarið á Vestfjarðagöngunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þetta hljómar því miður þannig eins og það sé bakvið luktar dyr búið að ákveða að eingangra þetta svæði frá, í öllum skilningi!

Jón Þór Bjarnason, 15.3.2007 kl. 10:38

2 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Sæll Kalli. Longtæm....

Ég gæti ekki verið meira sammála þér með þetta norður-suður vandamál vestfirðinganna. Ég varð áþreifanlega var við þegar ég bjó á Þingeyri hvernig menn í áhrifastöðum virtust einblína á Ísafjarðardjúpið með vegabætur, og þá eingöngu verið að hugsa um leiðina suður með þeirra (norðanmanna) hagsmuni í huga. Maður sá um leið hversu fáránlegt þetta var og hve þetta eina atriði, þ.e. einstrengisháttur ísfirðina í samgöngumálunum, veikti stöðu fjórðungins alls. Nú í fréttunum í kvöld var einmitt verið að fjalla um stjórnarmenn í Sparisjóði Vestfirðinga sem þurftu að fara með trillu á fund á Þingeyri. Ég held að Vestfirðingar ættu að staldra aðeins við þegar þeir eru að barma sér yfir að vera settir aftast í ýmsum málum, og spyrja hvort þeir þurfi ekki sjálfir að standa meira saman, og á meina ég norður- og suðurvæðið.

Sólmundur Friðriksson, 18.3.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband