Loksins, loksins, loksins!!

Þá er loksins búið að afgreiða úr ríkisstjórn tillögur varðandi ferðasjóð íþróttafélaga. Mikið hefur verið rætt og ritað um ferðakostnað íþróttafélaga í gegn um árin og klárt að þetta er gríðarlega mikið hagsmunamál íþróttafélaga úti á landi.

Bíð þó eftir nánari útfærslum, ÍSÍ hefur verið falið að halda utan um sjóðinn en það hlýtur að eiga eftir að smíða regluverk í kring um sjóðinn og trúi ég að þeir félagar Ólafur Rafnsson og Stefán Konráðsson vinni það af stakri snilld eins og flest annað sem þeir hafa komið nálægt.

Nú er spurningin hvort að Reykjavíkurfélögin sem oft hafa kvartað mikið yfir því að þurfa að fara út á land að spila 2-3 á ári, geri tilkall í sjóðinn en ég neita að trúa því að þegar menn skoði hlutfall á milli ferðakostnaðar landsbyggðarliða og liða á höfuðborgarsvæðinu, reynist grundvöllur fyrir því að styrkja höfuðborgarfélög með þessum hætti.


mbl.is 90 milljónir settar í ferðasjóð íþróttafélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Án þess að taka afstöðu til þess sjálfur hlýt ég að velta fyrir mér hvort ekki sé samt svolítið erfitt að neita félögum á höfuðborgarsvæðinu um að gera tilkall til styrkja úr sjóðnum?  Hvar á að draga mörkin?  Norðan við Kjalarnes og sunnan við Hafnarfjörð?  Er það sanngjarnt?  Er rétt að segja þessum félögum að þau fái ekki skerf af kökunni af því að þau þurfi miklu sjaldnar að ferðast?  Er ekki bara málið að þau fái þá hvort eð er miklu minni hluta kökunnar en landsbyggðarfélögin?

Bara nokkrir umræðupunktar á móti, hef langt í frá myndað mér skoðun á þessu :-)

Gunnar Freyr Steinsson, 27.3.2007 kl. 15:01

2 Smámynd: Karl Jónsson

Góðir punktar Gunnar, en ætli þetta fari ekki eftir því hvort að sjóðurinn verði túlkaður sem jöfnunarsjóður þar sem "jafna" á þennan aðstöðumun, eða úthlutunarsjóður þar sem hlutfall af ferðakostnaði er tekið í reikninginn óháð staðsetningu félaganna. Þetta þarf að skýra.

Karl Jónsson, 27.3.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband