Samtök heimfluttra/aðfluttra - raddir íbúanna

Ég hef mikið verið að velta fyrir mér hvort að grundvöllur væri fyrir því að stofan einskonar samtök þeirra sem eru aðfluttir eða heimfluttir hingað á Krók eða í Skagafjörð. Það er nefnilega þannig að það er hægt að koma málum á framfæri með ýmsum hætti. Ef við ætlum að koma því á framfæri hvað sé gott að búa hér er ekki sama hvernig það er gert og margir verða að koma þar að málum til að það megi teljast trúverðugt. Opinberir aðilar eins og sveitarfélagið geta komið mjög ábyrgum upplýsingum á framfæri og það er í raun hlutverk þess, en það hefur alltaf yfir sér auglýsinga-/kynningarásjónu sem að sjálfsögðu er gott mál samhliða. En það eru raddir fólksins sem býr hér sem mest er mark takandi á gagnvart fólki sem gæti hugsað sér að flytjast hingað búferlum. Hvort sem það eru "nýbúar" eða brottfluttir sem snúa vilja heim.

Þessi samtök, eða hópur, eða hvað menn vilja kalla þetta, geta haft starfsemi sína á bloggsíðu sem þessari og skipst á að skrifa inn á hana reynslusögur úr hinu daglega lífi sem allar eiga það sameiginlegt að lýsa hér hinu daglega lífi og ekki síst m.a. túlka ástæður þess að fólk ákvað að flytja hingað, hvort sem það var aftur eða í fyrsta skiptið.

Við sjáum hvað verður úr þessum pælingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Mér líst vel á þessar pælinga þínar Kalli, ég skal ekki láta mitt eftir liggja. Hvað með svona safnsíðu, eins og Vestfirðingar eru með, þar sem reynt er að setja inn allt sem skrifað er um fjórðunginn? Við gætum þá skrifað á okkar bloggsíður, en safnað því saman þarna og reynt að hafa gott nafn á slóðinni og kynna hana vel... ég svona er að hugsa upphátt :)   ... það þarf að breyta þessum viðhorfum um að við séum hér í átthagafjötrum; koma því á framfæri að þetta sé val á lífsstíl, lífsgæðum og fleiru sem við metum mest. Þegar maður hefur búið í 400 manna þorpi og stórborg upp á tæpar 2 milljónir, og allt þar á milli, og velur svo Krókinn sem varanlegan samanstað fyrir fjölskylduna, þá er það af því að hér finnst manni gott að vera. En í sambandi við hugmynd þína, þá gætum við, sem höldum úti bloggi, leitað uppi fólk í kringum okkur og sagt sögu þess, nafngreint eða ekki, um jákvæða upplifun þess að búa hér. Höldum þessu lifandi og finnum flöt fyrir útfærslu.

Jón Þór Bjarnason, 12.4.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Karl Jónsson

Já takk fyrir þetta Jón Þór, ég held að þessi hugmynd gæti orðið að einhverju. Mér finnst Vestfjarðabloggið gott sem slíkt, en ég myndi ekki vilja fá inn á "Skagfirska bloggið", greinar og pælingar stjórnmálamanna, heldur grasrótarinnar, íbúanna hér.

Huxum áfram!!

Karl Jónsson, 12.4.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ef við opnum síðu í þessum tilgangi, þá höfum við einir aðgang. Við gætum sett okkur ritstjórnarstefnu, haft hana skriflega og sýnilega á blogginu, þannig að enginn velkist í vafa um hvers eðlis efnið á að vera. Huxum upphátt :)

Jón Þór Bjarnason, 12.4.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Sem sannur aa hér á krók verð ég að fá að vera með  lofa að vera góð

Kalli þú veit að ég meira að segja huxa stundum of mikið !!!

Guðný Jóhannesdóttir, 12.4.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband