Föstudagur, 13. apríl 2007
Páll Vilhjálmsson
Ég lauk í gærkvöldi við að lesa bókina um Pál Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur fyrir strákana mína. Snilldarbók eftir frábæran rithöfund. Ég man eftir Palla í sjónvarpinu hér í denn og fékk bókina í jóla- eða afmælisgjöf um það leyti og á hana enn. Hún er hins vegar orðin mjög slitin, hangir saman á teipi en mér þykir það vænt um hana að ég tími ekki að henda henni. Við vorum síðan stödd á bókamarkaði um daginn hér í Skagafirði og keyptum þá nýslegið eintak.
Strákarnir sem eru 6 og 8 ára hafa haft óskaplega gaman af sögunni, ekki síður en ég og við höfum oftsinnis allir þrír skellt upp úr. Helst fannst þeim fyndið annars vegar þegar verið var að útskýra fyrir þeim félögum Palla og Varða, að þegar fólk dæi færi það upp til Guðs. "Mig langar ekkert þangað", sagði Varði þá og þetta fannst þeim bræðrum ekkert smá fyndið.
Það ætlaði síðan allt um koll að keyra í gærkvöldi þegar Palli var að segja frá 1. maí göngu sem þeir félagarnir fóru í, en þá söng Varði Ryksugan á fullu á meðan allir aðrir sungu Öxar við ána. Þetta fannst þeim alveg meiriháttar og ég þurfti að lesa þessar setningar fyrir þá margsinnis.
Annars hef ég fundið mikla ánægju við að lesa fyrir strákana svona á kvöldin. Þetta eru afskaplega gefandi stundir og þeir hafa mjög gaman af þessu.
Ætli það verði ekki Salómon svarti sem verði næstur á dagskrá?
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.