Af hverju er ég áhugalaus um greinaskrif frambjóðenda?

Ég sá áhugaverðan titil á blaðagrein um daginn. Hún fjallaði um málefni sem ég hef áhuga á. En þegar ég fór að skoða nánar hver var að skrifa, missti ég áhugann. Þetta var nefnilega frambjóðandi til Alþingis. Eflaust hinn mætasti maður, ekki spuring, en að hann skyldi vera að skrifa um þetta málefni sem frambjóðandi fannst mér gjaldfella greinina. Ef "X-fræðingur" hefði ritað téða grein, hefði ég eflaust lesið hana af áhuga.

Þetta hljómar kannski ósanngjarnt af minni hálfu, að ég skuli ekki gefa þessum tiltekna aðila tækifæri til að tjá sig um viðkomandi málefni. En af hverju sló þetta mig á þennan hátt? Var ég hræddur við að lenda í atkvæðagildru þessa einstaklings og láta spyrjast um mig að ég félli fyrir hans skoðunum? Eða hef ég bara minni trú á frambjóðendum við að tjá sig í aðdraganda kosninga ?

Greining óskast á þessum einkennum mínum.

Annars óska ég öllum góðrar helgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hummmm.......af hverju hef ég grun um að greinarskrifarinn hafi verið frambjóðandi íhaldsins.......

 Annars er síðan orðin mun flottari en áður. Er það þetta RSS dæmi eða???

 Og svo er frúin farin að blogga líka. Hvernig er þetta - er ekkert að gera þarna í sveitinni?

Árni Þór (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Karl Jónsson

Síðan hvenær Árni minn hafa íhaldsmenn haft áhuga á landbúnaðarmálum!!

Karl Jónsson, 15.4.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband