Til hamingju KR og Benni!!

Einni skemmtilegustu úrslitakeppni sem sögur fara af í körfunni hér á Íslandi lauk í gærkvöldið þegar KR-ingar lögðu Njarðvíkinga í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar lögðu grunninn að þessum árangri með því að sigra í Ljónagrifjunni í þriðja leiknum, nokkuð sem fáir áttu von á og svo er náttúrlega makalaust að vinna Íslandsmeistaratitil í leik þar sem liðið er ALDREI með forystu í venjulegum leiktíma. Benedikt Guðmundsson sýndi það og sannaði hversu snjall þjálfari hann er og með þennan hóp og Benna geta KR-ingar lagt drög að því að verða stórveldi í íslenskum körfuknattleik eins og þá sjálfa dreymir um. Til hamingju með titilinn.

Á laugardag lönduðu Haukastúlkur síðan Íslandsmeistaratitli í körfuknattleik kvenna. Ég horfði á leikinn og hreifst af báðum liðum sem þar áttust við. Munurinn á liðunum er sá að Keflavík á enga Helenu Sverrisdóttur sem er hreint út sagt ótrúlegur leikmaður. Hún er að sýna takta sem fáar eða engin íslensk körfuknattleikskona hefur sýnt hingað til. Hún er fjölhæfasti kvenleikmaður sem upp hefur komið á Íslandi og þá er ég á engan hátt að varpa skugga á Önnu Maríu Sveinsdóttur sem var (og er kannski enn Smile) frábær leikmaður, en ekki eins fjöhæf og Helena.

Áþreifanleg breyting hefur orðið í umgjörð og umfjöllun körfuboltans í vetur. Að vísu þróun sem hefur staðið yfir í nokkur ár, en sannarlega stökkbreyting í vetur. Þeir Hannes Jónsson formaður KKÍ og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri hafa þegar sett sitt mark á störf sambandsins, með aðstoð góðs fólks að sjálfsögðu, en þetta sýnir að leiðtoga- og starfsmannabreytingar hjá KKÍ voru tímabærar. Undir forystu Ólafs Rafnssonar tók KKÍ miklum og jákvæðum breytingum og með tvíeykið ógurlega Pétur Hrafn og Bjössa Leós vannst margt gott og þeir skiluðu verki á við marga starfsmenn. Á síðasta ári urðu svo þessar breytingar að Friðrik Ingi settist í framkvæmdastjórastólinn og Hannes S Jónsson varð formaður sambandsins.

Sérstaklega hefur fjölmiðlaumfjöllun verið mun betri í vetur en áður en þar hjálpast kannski að nokkrir samverkandi þættir. En gotta gó, ég held áfram með þennan pistil síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Kalli

Takk fyrir hamingjuóskirnar, ég er sammála þér að umfjöllun og umgjörð á leikjum núnar er til fyrirmyndar.  Stemmingin á leikjum KR og UMFN mynnir mann á stemminguna hjá okkur í UMFT  92-93, þá var svona stemming á öllum leikjum ekki bara í úrslitum.  Ég var að horfa í á klippur úr leik Tindastóls og Skallagríms fyrir stuttu þar sem Ingimundarson sett þrist á lokasek.  það var ekki leiðinlegt.

kv

Ingvar

Ingvar Ormarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ég man þá tíð að maður mætti klukkutíma fyrir leik til að fá sæti og maður fylgdist spenntur með öllu sem gerðist.

Mikið vildi ég hafa verið í DHL höllinni á mánudag og upplifa þetta. Þökk sé tækni nútímans þá fær maður að sjá brot af þessu.

Rúnar Birgir Gíslason, 19.4.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Var að horfa á magnað videó á heimasíðu KR frá mánudeginum, þar sá ég Gústa Kára frænda minn hoppandi af gleði og fleygjandi fólki upp í loftið. Það er naumast að gamlir Tindstælingar flykkjast í Vesturbæinn.

Rúnar Birgir Gíslason, 19.4.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Karl Jónsson

Gústi er víst að verða bara aðalmaðurinn þarna. Hann var jú að fleygja fólki upp í loftið fram og til baka og var síðan mættur á barinn að afgreiða bjór eftir því sem mér skilst. Rauðhærði riddarinn, eins og við kölluðum hann gjarnan, er búinn að starfa hjá þeim KR-ingum í mörg ár og er vart viðræðuhæfur um körfubolta vegna þess.

Karl Jónsson, 20.4.2007 kl. 08:21

5 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Spurning hvort hann fær að mæta á næsta ættarmót hjá Akrafjölskyldunni.

Ég hef einmitt séð hann á myndum í kringum Bumbulið þeirra KRinga, það er nú þokkalega mafían það.

Rúnar Birgir Gíslason, 21.4.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband