Skrýtin vika að baki

Það verður ekki ofsögum sagt að síðasta vika hafi verið ansi skrýtin. Amma gamla kvaddi á miðvikudaginn á 96. aldursári. Það byrjaði að halla alvarlega undan fæti hjá henni á sunnudaginn og síðan smám saman leið hún yfir í annan heim og seinni partinn á miðvikudaginn dró hún síðasta andardráttinn sú gamla. Hennar verður sárt saknað en minnst fyrir glaðlega og hlýja framkomu.

Útförin verður á morgun þriðjudag og þá vonandi kemst höfuðið í lag á nýjan leik og maður fær orku til að koma lífinu í skorður á nýjan leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Steinsson

Send þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Gunnar Freyr Steinsson, 23.4.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Kalli.

Sendi samúðarkveðjur að vestan.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.4.2007 kl. 09:59

3 Smámynd: Karl Jónsson

Takk fyrir þetta strákar mínir.

Karl Jónsson, 23.4.2007 kl. 13:33

4 identicon

Elsku Kalli minn óska þér til hamingju með afmælið þitt.  Um leið votta ég þér samúð mína vegna ömmu þinnar.  Verð með ykkur í huganum á morgun.  Amma þín var frábær karakter og eftirsjá af henni en hún var orðin södd lífdaga og best fyrir hana að fá að kveðja. Knús til allra.

Stína tengdamamma (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:36

5 Smámynd: Sólmundur Friðriksson

Sæll Kalli. Ég votta þér innilega mína samúð. Það er alltaf sárt að sjá á eftir ástvinum hverfa yfir móðuna miklu og eftir því sem við bætum við okkur árunum upplifum við þessar reynslu oftar. En þetta er víst hluti af því að vera maður og í hvert skipti fer maður í gegnum einhvers konar endurmat á ævinni og þá aðallega þeim minningum sem tengjast hinum látna. Þær verða síðan vel varðveittar í fjársjóðshirslum hjartans og þannig fylgir sá sem maður syrgir áfram veginn.

Sólmundur Friðriksson, 24.4.2007 kl. 15:57

6 Smámynd: Karl Jónsson

Takk fyrir hlý orð Sóli minn, þú mælir af visku að venju

Karl Jónsson, 24.4.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband