Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Athyglisverður vinkill á varnarmálin
Ég hlustaði á hádegisviðtalið á Stöð 2, þar sem fyrrverandi fréttahaukurinn Jón Hákon Magnússon, sem titlaður var formaður félags um vestræna samvinnu, tjáði sig um varnarsamninga sem utanríkisráðherra er að fara að skrifa undir við norðmenn og dani.
Einna athyglisverðasti vinkillinn sem hann tók var tenging þessara samninga við hugsanlega olíuauðlind sem við íslendingar eigum hlutdeild í hér norður í höfum. Hann sagði Rússa vilja tileinka sér hluta af þessu svæði og það ylli norðmönnum áhyggjum. Að fá hafsvæðið við Ísland sem æfingasvæði væri því ákaflega dýrmætt fyrir þá og þar með okkur líka.
Viðræður munu hefjast við Kanadamenn einnig um eftirlit með þessu svæði og Breta líka að sögn hans. Menn virðast líta á Rússa sem ógn á þessu svæði og að þeir hyggist hasla sér völl í Norður-Atlantshafi í kring um Svalbarða og Jan Mayen og það sé eitthvað sem sérstaklega Norðmönnum sé umhugað um að sporna við.
Minnir óneitanlega á Kalda stríðsforsendur, en þó með öðrum formerkjum. Það má alltaf finna sér óvini á friðartímum.
Steingrímur J er arfavitlaus yfir þessum samningi og líður greinilega illa yfir því að vera bundinn trúnaði um innihald hans. Mér sýnist að hann sé ekki í prinsippinu á móti samningi við Norðmenn, en vill hafa þessa varnarsamninga uppi á borðum og að þeir komi fyrir augu landsmanna.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.