Athyglisverður vinkill á varnarmálin

Ég hlustaði á hádegisviðtalið á Stöð 2, þar sem fyrrverandi fréttahaukurinn Jón Hákon Magnússon, sem titlaður var formaður félags um vestræna samvinnu, tjáði sig um varnarsamninga sem utanríkisráðherra er að fara að skrifa undir við norðmenn og dani.

Einna athyglisverðasti vinkillinn sem hann tók var tenging þessara samninga við hugsanlega olíuauðlind sem við íslendingar eigum hlutdeild í hér norður í höfum. Hann sagði Rússa vilja tileinka sér hluta af þessu svæði og það ylli norðmönnum áhyggjum. Að fá hafsvæðið við Ísland sem æfingasvæði væri því ákaflega dýrmætt fyrir þá og þar með okkur líka.

Viðræður munu hefjast við Kanadamenn einnig um eftirlit með þessu svæði og Breta líka að sögn hans. Menn virðast líta á Rússa sem ógn á þessu svæði og að þeir hyggist hasla sér völl í Norður-Atlantshafi í kring um Svalbarða og Jan Mayen og það sé eitthvað sem sérstaklega Norðmönnum sé umhugað um að sporna við.

Minnir óneitanlega á Kalda stríðsforsendur, en þó með öðrum formerkjum. Það má alltaf finna sér óvini á friðartímum.

Steingrímur J er arfavitlaus yfir þessum samningi og líður greinilega illa yfir því að vera bundinn trúnaði um innihald hans. Mér sýnist að hann sé ekki í prinsippinu á móti samningi við Norðmenn, en vill hafa þessa varnarsamninga uppi á borðum og að þeir komi fyrir augu landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband