Fimmtudagur, 10. maí 2007
Kosninga- og júróvisjónhátíðir framundan
Það er óhætt að segja að það séu skemmtilegir tímar framunda. Tónlistaráhugamaður eins og ég hef alltaf haft gaman af Evróvisionkeppninni og þegar krakkarnir hafa svona gaman af þessu líka myndast skemmtileg fjölskyldustemning í kring um þennan viðburð. Ég man það í fyrra að krakkarnir spiluðu evróvisiondiskinn fram eftir öllu sumri og voru farin að kunna mörg lög utan að, að sjálfsögðu án þess þó að vita um hvað þau voru að syngja, en það er nú önnur saga.
Ég man eftir skemmtilegum evróvisionleik sem ég fór í á Ísafirði í góðra vina hópi hjá Rúnari Rafnssyni sem var mixermaður og sérlegur aðstoðarmaður okkar í 80's ballprógramminu í hljómsveitinni Eidísi. Þá fengum við blað þar sem við áttum að gefa hverju lagi einkunn frá 1-10. En það var ekki bara lagið sem átti að fá einkunn, heldur líka söngurinn, búningarnir og sviðsframkoman. Stigin voru svo talin saman og þá kom í ljós í hvaða sæti lögin röðuðust. Spurning um útfærslu á þessum leik í undankeppninni í kvöld.
Þó held ég að ef Eiríkur kemst ekki áfram verði spennan hjá mér ívið minni á laugardaginn, og mun ég þá spennast upp fyrir kosningaúrslitin fyrr en óhætt gæti talist. Og ég er reyndar mjög svartsýnn á að Ísland komist áfram, atkvæðagreiðslan er eitthvað dularfull og skiptir engu máli þó lagið sé gott eður ei.
Ég er algjört kosninganörd, ég er þessi týpa sem skrifa niður nýjustu tölur og spái og spekúlera í þeim þangað til þær næstu koma.
Þannig að þegar allt er tekið saman, verður veisla næstu daga. Góða skemmtun!!
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.