Til hvers að taka þátt í Eurovision - Ísland á ALDREI eftir að komast upp

Niðurstaðan í Eurovisionkeppninni í gærkvöldi eru ekki bara vonbrigði heldur endurspeglar hún líka þá staðreynd að Ísland á ALDREI eftir að komast upp úr undankeppninni, ef fjöldi laga frá A-Evrópu verður slíkur sem hann var í gær.

Þetta snýst ekki um gæði tónlistar því þarna fóru inn lög sem bæði voru slök og þar sem söngurinn var hreinlega rammfalskari en nokkur réttarsöngur í Skagafirði. Búgaría sem dæmi, fyrsta lagið, var hrein hörmung og ég vorkenndi stelpugreyinu gaulandi rammfalskt þarna á sviðinu. En bíddu við, af því að Búlgaría er umlukin vinveittum þjóðum þá að sjálsögðu komust þeir áfram. Niðurstaðan er að þau komust ekki áfram á gæði lags eða flutnings.

Danir og Norðmenn áttu sína fulltrúa þarna og Danskurinn var svo illa falskur líka að það var hreinlega ekkert skrýtið að hann kæmist ekki áfram. En Norðmenn með fínt lag og góðan flutning komust heldur ekki áfram.

Það er maðkur í mysunni og það er vert að spyrja sig hvort að það sé þess virði að eyða tugum milljóna til að keppa í keppninni úti. Höldum frekar góða keppni hér heima hér eftir sem hingað til en látum þar við sitja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

sko það hefur lengi verið vitað að eina leiðin til þess að vinna þessa keppni sé að senda hljómsveitina Herramenn upprunalegu útgáfuna. Og eins og ég hef alltaf sagt þá á að hleypa dýrinu lausu og hafa trommusettið fremst á sviðinu, Svabba og Árna til hliðar og Stjána og Birki á upphækkuðum palli fyrir aftan. Þetta gæti ekki klikkað.

Ég mun því frá og með deginum í dag starta herferðinni Herramenn í Eurovision. óska eftir að þeir sem styðji þetta framtak gefi sig fram og berjist með.

Herramenn, Herramenn Herramenn gegn austur Evrópsku blokkinni

Guðný Jóhannesdóttir, 11.5.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Karl Jónsson

Það er nú fullreynt með Stjána

Karl Jónsson, 11.5.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Guðný Jóhannesdóttir

Já og nei, Þarna er ég ekki alveg sammála þér. Stjáni og Gunni eru snillingar báðir tveir og það sem meira er þeir náðu þremur stigum á Parken og við vitum að það er langt langt frá því að vera sjálfgefið. Óli Arnar segir líka að Angel sé besta Evrovisionlagið okkar hingað til. Þannig að áfram Stjáni og áfram Herramenn píslaganga mín er rétt að byrja.

ps. auk þess sem ég treysti því að Ég, Hófí, Eva og Elín verður í bakröddum og Hófí tekur nokkur þokkafull dansspor. Hvað gæti það verið betra.

Guðný Jóhannesdóttir, 11.5.2007 kl. 14:45

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Ætla aðeins að trufla þetta hjónahjal.

Ég er ekki sammála því að láta staðarnumið með keppni heima.

Ég vil norræna keppni, tvö lög frá hverri þjóð. Held að það væri ljómandi gaman.

En sammála að það er bull að eyða skattpeningum í AusturEvrópukeppnina

Rúnar Birgir Gíslason, 11.5.2007 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband