Kosningar eru hátíð barnanna

Já eins skrýtið og það hljómar þá eru kosningar að mörgu leyti hátíð barnanna. Ég geystist á milli kosningaskrifastofa með börnin á laugardaginn og þar á bæ hittu þau gjafmilt fólk sem gaukaði að þeim barmmerkjum, pennum og blöðrum og krakkarnir alsæl. Þau meta það úr frá gjafmildi og fegurð gjafanna hvaða flokkur sé nú bestur og sýndist sitt hverjum. Framsóknarkaffið heillaði þau upp úr skónum, barmmerkin hjá Sjálfstæðisflokknum og pennarnir hjá Samfylkingunni voru líka flott og nú svífa um húsið blöðrur í öllum regnbogans litum.

Svona eru kosningarnar í huga barnanna og gott að tengja eitthvað jákvætt við þær svona snemma, því það er ekki hvar sem er sem fólk hefur þann rétt að geta kosið.

Niðurstöður kosninganna komu ekkert sérlega á óvart og í samræmi við skoðanakannanir síðustu dagana fyrir kosningar.

Ég skil samt varla hvað Framsóknarflokkurinn er að hugsa með að ætla að fara í ríkisstjórn enn og aftur. Það er alveg ljóst að flokkurinn þarf á algjörri hreinsun að halda innan frá og það verða einhver læti og það er ekki gott þegar flokkur þarf að ganga í gegn um slíkt, að eiga sæti í ríkisstjórn, ég get bara ekki séð það. Og ekki hafa þeir mikið að bjóða það er alveg á hreinu og ekki fá þeir marga ráðherra. Hverjir fá þá ekki stóla? Verður Siv kastað út eins og venjulega? Missir Magnús stól á kostnað varnarsigurs Valgerðar í NorðAust? Jón Sig og Guðni verða pottþétt ráðherrar og ég veðja á Valgerði sem þriðja ráðherrann. Held að Framsókn geti varla treyst á fleiri stóla. Annars er Magnús búinn að standa sig vel í erfiðu ráðuneyti og það yrði sjónarsviptir af honum.

En það er svo sem ekki búið að kvitta undir neitt ennþá, þetta gæti farið á hvorn veginn sem er, en ljóst að Geir Haarde hefur alla þræði í hendi sér. Mín óskastjórn er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, frjálslynd velferðarstjórn, en við sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband