Mánudagur, 21. maí 2007
Flottustu hlutirnir mínir
Það er eitt það hallærislegasta sem ég sé þegar fólk er að telja upp uppáhalds hlutina sína í blöðum og tímaritum. Það er kannski ágætis lestur sem slíkur, en þegar koma þarf því rækilega á framfæri hvað allt kostar, verður þetta alveg ótrúlega hallærislegt.
GSM-sími, Nokia - 50.000 krónur. Stóll úr flottustu (ljótustu?) húsgagnabúð í Reykjavík - 34000 krónur, Úr Raymond Weil, eða amma'ns - 65000 krónur. Gönguskór dýrasta og flottasta sort, 45000 krónur. Ekkert smá hallærislegt.
Af hverju þarf að taka fram hvað allt kostar? Er það til að sýna okkur pöpulnum hvað þetta fólk sé ríkt og hafi efni á dýrum hlutum? Eða ertu bara ekki maður með mönnum nema að þessir hlutir kosti formúgu fjár ogþ ú þurfir að setja allt á Visa rað til að meika þetta?
Efnishyggjan er að komast á alvarlegt stig þegar við þurfum að láta alla vita af því hvað hitt og þetta kostar. Ég grobba mig af því hvað hlutirnir sem ég kaupi eru ódýrir. Vá hvað ég hlýt að vera hallærislegur.
Og svona í lokin, þá eru þetta uppáhaldshlutirnir mínir:
Kaffibolli úr Góða hirðinum - 100 krónur
Skór úr Sappos - 1000 krónur
Súpuskál úr skranbúð í Stokkhólmi - 400 krónur
Tappatogari úr Tiger - 400 krónur
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Kalli, skil aldrei afhverju verðmiðinn þarf að vera með.
Danir eru reyndar mikið fyrir að tala um hvað eitthvað kostaði, en það er alltaf hvað þeir fengu hlutina billigt.
Rúnar Birgir Gíslason, 21.5.2007 kl. 09:11
Ekki gleyma miðanum góða það kostaði nú ekki nema 2000 kjell og breytti öllu ;) já ég er sammála því að við þættum frekar hallærisleg þegar við færum að telja upp okkar uppáhalds hluti og hvað þeir kostuðu.
Guðný Jóhannesdóttir, 21.5.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.