Laugardagur, 26. maí 2007
Útskrift á Hólum og yxna kusa í hátæknifjósi
Við brugðum undir okkur betri fætinum í dag 4/5 af fjölskyldunni þar sem Haukur er hjá mömmu sinni um helgina. Þetta voru vinnutengdar ferðir hjá Guðnýju, hún tók myndavélina með sér.
Víð fórum á Hóla í dag og fylgdumst með útskrift úr Háskólanum á Hólum. Þar voru útskrifaðar þrjár tegundir af hestamönnum þ.e. með mismunandi gráður, einn nemandi með diplómapróf í Ferðamálafræði og síðan 9 manns með BA gráðu í Ferðamálafræði og voru þetta fyrstu stúdentarnir sem Hólaskóli brautskráir með slíka gráðu. Sannarlega stór dagur þar á bæ.
Ég sá sjálfan mig alveg fyrir mér við útskrift frá Hólum en ég stefni á að ljúka þessu diplómanámi í fjarnámi 2009. Þá fæ ég líka réttindi staðarvarðar og landvarðar, hvað svo sem ég geri við það. Sé mig varla starfandi í þjóðgarði við landvörslu, en maður veit aldrei.
Eftir útskriftina lá leið okkar í hátænifjósið hjá Pálma og frú í Garðakoti í Hjaltadal. Þau eru nýbúin að byggja það og höfðu opið hús - eða fjós, í dag og buðu gestum og gangandi. Talsvert fjölmenni var þarna og gaman að sjá hvernig þetta lítur út. Ákaflega þrifalegt og bóndinn þarf ekkert einu sinni að fara ofan í básana til að líta eftir, því hann getur spígsporað á einskonar útsýnispalli og gengið um allt til að skoða kusurnar sínar. Róbóti sér síðan um að mjólka kýrnar og bróðir hans mokar flórinn. Rennir sér eftir gólfinu og mokar skítnum niður um ristar sem á gólfinu.
Veitingar voru í boði hússins, bjór og koníak og maður laumaði á sig einu af hvoru og mikil stemning. Þeir kunna bændurnir í Skagafirði að veita á svona stundum. Guðný var eins og á heimavelli þarna og naut þess að skoða kusurnar. Þess má geta að þegar við bjuggum fyrir vestan fékk ég avallt beðið sem óumbeðið, fyrirlestur um kýr í Djúpinu og þeirra hegðunarmynstur. Það var ákaflega fróðlegt. Í dag bættist svo í viskubrunn minn um þessi ágætu klaufdýr, hegðun þeirra þegar þær eru í þörfinni og var það býsna fróðlegt.
Fólk fékk nefnilega að horfa á sæðingu í beinni, því þarna var yxna belja á ferðinni sem heimtaði sitt og engar refjar. Atli sæðingaheimsmeistari klárði verkið af stakri snilld og mér er það til efs að hann hafi haft eins marga áhorfendur að svona leik áður. Ekki var laust við að sumt fólk yrði hálf vandræðalegt þarna og sérstaklega þeir sem voru með börn með sér og þurftu að útskýra fyrir þeim hvað væri eiginlega í gangi. Við heyrðum í einum þarna sem sagði dóttur sinni frá því að þarna "hmmm, er verið að gefa henni meðal"!! Fína meðalið maður. En eins og Guðni fyrrverandi landbúnaðarráðherra myndi orða þetta; "Þar sem maður og kýr koma saman, verður til kálfur".......eða eitthvað svoleiðis. Dettur alltaf í hug sú fleyga setning í Dalalífi; "ja kýr........eru þær ekki svona mest klaufdýr"!!! Þvílík snilld.
Annars fór dagurinn fyrir og eftir þetta skemmtilega ferðalag, í að vinna í endurbótum í eldhúsinu, samseningu skápa, málun í forstofunni og stigaganginum og þrif á gömlum dúk sem var undir teppinu í forstofunni sem við vorum að henda. Það var ljúft að henda sér í pottinn eftir matinn og láta líða úr sér. Guðný kvartaði yfir kulda en mér fannst þetta bara notalegt.
En á morgun verður áfram unnið í endurbótum, en svo rennum við á Akureyri og sækjum Hauksa á flug þangað annað kvöld. Alltaf gaman þegar krakkarnir koma heim eftir að hafa heimsótt "The others". Sýnist á öllu að við hjónin skreppum á Greifann og fáum okkur að borða þar bara tvö ein, því Árdís og Skírnir ætla að heimsækja afa sinn og ömmu í Vanabyggð. Ætli það verði ekki hollustan hjá mér á morgun þar sem ég svindlaði aðeins í dag. Enda segir hún Sveina mágkona mín að maður eigi að leyfa sér smá svindl einu sinni í viku, því annars gleymi líkaminn því hvernig er að brenna mat sem þarf virkilega að hafa fyrir að brenna og hætti því á endanum. Það væri nú ekki nógu gott er það?
Annars óska ég öllum gleðilegrar hátíðar á morgun.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.