Þriðjudagur, 29. maí 2007
Lífið er ljúft
Helgin að baki var bara mjög ánægjuleg í alla staði. Við rústuðum eldhúsinu í gær með annarri eða einari, eins og sumir segja, rifum upp allt gólfið og í kvöld hefst endursköpun þess með svakalegri pússningarvél. Ætlunin er að pússa þetta gamla trégólf upp og lakka það og gera þetta eins og það líklega var fyrir einum 99 árum síðan. En húsið okkar verður 100 ára á næsta ári. Síðan er búið að setja upp fjóra skápa eða skenka sem koma eiga í eldhúsið þegar við verðum búin að pússa gólfið upp.
Síðustu skóladagarnir framundan hjá krökkunum og ferðalög allsráðandi. Árdís fór í ferð á Blönduós og Húnvelli í síðustu viku en Haukur er að fara í dag í smá ferð um Skagafjörðinn. Skírnir fúll yfir því að komast ekki í sumarfrí eins og systkini sín, en hann þarf að dúsa á leikskólanum fram að mánaðarmótum júní - júlí. Byrjar svo í skóla næsta haust.
Annars er ótrúlegt hvað lundin léttist þegar hitastigið fer alla leið upp í 10 gráður eða svo, þá finnst manni hlýtt og hálfgert hitabeltisloftslag allt um kring. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann.
Við hjónin skruppum á Greifann á Akureyri á sunnudaginn og fengum okkur þar að borða. Haukur Sindri kom frá mömmu sinni með flugi til Akureyrar. Guðný fékk sér humarpasta, sem því miður var ekki eins og það hefur áður verið að hennar sögn, en ég fékk mér ekki feitan og djúsí hamborgara eins og oft áður, heldur fékk ég mér mjög góðan saltfiskrétt.
Örugglega erfitt að vera KR-ingur þessa dagana.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mmmmm saltfiskur, væri til í góðan saltfisk núna og tæki hann framyfir alla hamborgara.
Ég hef lengi verið þannig að fá mér fisk frekar en steik á veitingastöðum, frúin hefur átt erfitt með að skilja þetta en getur ekkert kvartað.
Rúnar Birgir Gíslason, 29.5.2007 kl. 08:43
Veistu Rúnar að þetta er eitthvað sem ég ætla að fara að temja mér. Ef mig langar í pizzu á Greifanum, fæ ég mér Saltfiskpizzu hvað annað? Það er allt til í þessu og í þessu heilsuátaki mínu borða ég vart kjötmeti.
Karl Jónsson, 29.5.2007 kl. 08:59
Samkvæmt danska kúrnum sem er prýðilegur kúr, felst í því að borða mat og þá rétta matinn. Maður sleppir bara namminu.
En allavega í honum minnir mig að maður borði ca 400 gr af kjöti eða fiski á dag og léttist samt.
En það er nauðsynlegt að fá fisk annað slagið, það er reyndar erfitt að finna góðan fisk hér í Danmörku, en laxinn er ágætur.
Rúnar Birgir Gíslason, 29.5.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.