Fimmtudagur, 7. júní 2007
Það á að fjölga íþróttatímum í grunnskólum
Hún er uggvænleg þróunin í líkamsástandi barna og ungmenna í dag. Margar rannsóknir þar sem hreyfing og neysluvenjur þessara hópa eru rannsakaðar ber saman um að krakkar séu að fitna. Hvoru tveggja er kennt um; skorti á nægilegri hreyfingu og mataræði.
Að mínu mati þarf hér að gera átak í samvinnu foreldra og skólayfirvalda. Það er ekki sjálfgefið í dag eins og áður var, að krakkar fari "út að leika" eftir skóla. Þau vilja miklu frekar fara í tölvuna eða horfa á sjónvarp í dag. Þetta er alkunna.
En hvað er hægt að gera? Að mínu mati er þetta vandamál heimilis og skóla, vandamál sem mér finnst lítill gaumur hafa verið gefinn, að öðru leyti en því að það vantar ekki rannsóknir og skýrslur um málið.
Það á að fjölga íþróttatímum í grunnskóla, það er það fyrsta. Það á að auka kennslu í heimilisfræði með sérstakri áherslu á hollt fæði og næringu. Fyrir utan nauðsyn þess að kenna krökkum að strauja föt, þvo upp og þrífa eftir sig. Sú kunnátta og þekking því miður á undanhaldi og margir krakkar þekkja ekki muninn á straujárni og atómsprengju.
En þetta er ekki nóg, foreldrar þurfa að sýna þessum málum áhuga og finna til ábyrgðar. Varla hefur fólk áhuga á því að ala börnin sín þannig upp að þau komi til með að eiga við stórkostleg heilsufarsvandamál að stríða sem fylgja offitu.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll gamli.
Þessi skrif þín urðu til þess að ég fékk mér aðgang að þessu bloggi. Endilega kíktu á þessar pælingar mínar sem ég skrifaði í kjölfarið:)
http://lydur06.blog.is/blog/lydur06/entry/235460
Lýður Vignisson, 10.6.2007 kl. 22:25
Ég gæti vart verið meira sammála þér.
Snorri Örn Arnaldsson, 11.6.2007 kl. 10:15
Sæll Arsenalbróðir!
Eins og ég er sammála inntaki þessa pistils hjá þér um heilbrigðisvandamál vaxandi kynslóða þá get ég samt ekki að öllu leiti tekið undir fullyrðingu fyrirsagnarinnar. Sennilega eru það varnarhættir listgreinasinnaðs grunnskólakennara sem valda því, þar sem vægi listgreina í skólum er að mínu mati allt of lítið og þeim þröngt sniðinn stakkur. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að við fljótum sofandi að feigðarósi hvað varðar heilbrigða lífshætti og nauðsyn að auka vægi þeirra þátta innan skólakerfisins. En það yrði þá að gerast án þess að skerða aðra nauðsynlega þætti eins og t.d. listgreinar (sem að mínu mati geta einar sér lagt grunn að þroska einstaklingsins). Draumastaðan væri að geta samþætt þessa þætti alla saman í skóla sem setti andlegt og líkamlegt heilbrigði í öndvegi (eins og allir skólar eiga gera - en það er ekki nóg í orði).
Ég nefni þetta með vægi listgreina líka í og með vegna langþreytu minnar út í þá misskiptingu sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi ef litið er til aðstöðu til listaiðkunar annars vegar og íþróttaiðkunar hins vegar. Sem dæmi um þá þá er hægt að telja góða tónleikasali á landinu öllu á fingrum annarar handar á meðan varla sést sú húsaþyrping á landinu að ekki sé þar íþróttahús með öllu tilheyrandi.
En vandamálið er ekki skólans heldur heimilanna. Án viðhorfsbreytingar úti í samfélaginu bera metnaðarfullar tilraunir skólakerfisins lítinn sem engan árangur.
Sólmundur Friðriksson, 13.6.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.