Miðvikudagur, 13. júní 2007
"Þetta er mín fjósalykt"
Gærdagurinn var hreint ótrúlegur hér á Krók.
Vaknaði upp í 5 gráðu hita og skýjuðu veðri, en seinni partinn var komið alveg magnað veður og sannkallaður hitapottur á pallinum góða. Konan fór í heita pottinn, sem mér fannst vera of heitur til að fara í miðað við lofthitann og fór frekar að vökva blómin. Ég er ekki alltaf þessi týpa sem getur legið kyrr í sólbaði.
Í gærkvöldi fórum við hins vegar að veiða niður í fjöru. Niður á sand eins og við köllum þessa paradís. Fullt, fullt af fiski þó við höfum aðeins náð einum vænum, 2-3 punda sjóbirting. Það var allt morandi af fiski í sjónum. Logn og sjórinn nær spegilsléttur og dásamlegt að vera þarna. Eyjarnar fögru úti á firði og náttúra Skagafjarðar skartaði sínu fegursta. Yndislegur sjávarilmur umlék okkur, vélarhljóð úr siglandi trillum í fjarska, kríurnar stungu sér niður á æti, æðarfulginn tók ungviðið í sundæfingu og mávarnir syntu um lygnan sjóinn. Eitthvað fannst konunni þessi sjávarlykt ekki neitt sérstök, en eins og margir vita rennur sveitablóð í hennar æðum. Ég sagði þá bara við hana; "Þetta er mín fjósalykt" og hún skildi alveg hvað ég átti við.
Eftir veiðitúrinn skruppum við hjónin upp á Nafir, sem er sveitin okkar bæjarbúa, þar hittum við fyrir ansi hreint gæft folald og var ekki laust við að elsku sveitakonan mín fyndi til uppruna síns þarna.
En þetta er sælan á Króknum, fiskur í fjörunni og folöld og lömb á Nöfunum.
Í gær fann ég strákinn í mér, ég rifjaði upp allar veiðiferðirnar niður í fjöru og gönguferðirnar upp á Nafir. Það var ánægjulegt að kynna þennan heim fyrir konunni og ég get ekki beðið eftir því að krakkarnir komi aftur, þá get ég sýnt þeim þennan heim sem átti stóran þátt í að móta mig þegar ég var barn. Þá lærði ég að meta hvaða lífsgæði felast í því að búa hér, hingað er ég aftur kominn og hér ætla ég að njóta þess að búa og vera til.
Annars er stefnan sett á fyrsta fellihýsaferðalagið um næstu helgi, ætlum í Eyjafjörðinn, hirðum krakkana upp þar og ætlum að eyða tímanum í faðmi góðra vina og fjölskyldumeðlima og njóta náttúrunnar í sveitinni okkar þar. Þar gefst konunni tækifæri til þess að finna stelpuna í sér og hrífa okkur með í bernskuminningum sínum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.