Fimmtudagur, 21. júní 2007
Ein gömul saga úr brannsanum
Við Herramenn vorum eitt sinn að spila á balli í Búðardal að mig minnir. Við áttum oft fín böll í Dölunum og á Ströndum. Yfirleitt hvar sem við vorum að spila rötuðu inn á böllin náungar sem vor í leðurdressi frá toppi til táar, sítt hár, eyrnalokka og voru þessar týpísku þungarokkaratýpur. Þeir stilltu sér gjarnan upp aftarlega í salnum og horfðu með mikilli vanþóknun á þessa léttpoppuðu danshljómsveit. Oftar en ekki komu þessir náungar upp að sviðinu og báðu um svakalega hevímetal óskalög sem við sjaldnast gátum orðið við. Fengum yfirleitt kalt augnaráð fyrir vikið frá þessu piltum.
En aftur að ballinu í Búðardal. Það komu inn tveir svona hevímetalgæjar, í leðurjökkum og með allar græjur, hölluðu sér upp að súlu á dansgólfinu og mældu okkur út. Við hugsuðum allir, að nú væri þess ekki langt að bíða að þeir spígsporuðu að sviðinu og bæðu um óskalag, eflaust með Metallicu eða slíkum sveitum.
Jújú, það stóð á heima, þeir komu upp að sviðinu á milli laga, kölluðu í Stjána og báðu um óskalag. Fullur tortryggni sagði Stjáni það auðsótt mál ef við gætum spilað það. Sjáum við síðan hvað mikill undrunarsvipur færist yfir andlit Stjána sem síðar breytist í breitt bros og hlátur. Lagið sem þeir þungarokksbræður báðu um var "Lóa litla á Brú"!!!
Við tókum það að sjálfsögðu og þeir félagarnir flösuþeyttu sem aldrei fyrr.
Svona var nú þetta.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástæða þess að ég fór fyrir tveimur árum að segja Kalla allt um beljur og kindur á ferðum okkar um landið var sú að við tölum mikið í bil. Bæði ekki bara ég.
Ég var alltaf að tala um daginn og veginn en Kalli benti út í loftið, þarna spilaði ég einu sinni og þarna var.................. svo kom löng saga oft með stikkorðum því Herramenn hafa sagt sömu sögurnar svo oft að þeir þurfa ekki lengur að klára þær. Fatta því ekki að við hin skiljum ekki um hvað málið snýst.
En alla vega ykkur til fróðleiks og yndisauka þá voru Herramenn heimsfrægir á Stöndum og í Dölum enda er þar mikið um rauðhærða og þrekna unglingspilta. hvernig skyldi standa á því. Konan í partýinu um daginn sem taldi endalaust upp staði sem Kalli átti að eiga börn á hafði þá kannski eitthvað til síns máls. Hver veit............
nei bara smá svona pæling í amstri dagsins
Guðný Jóhannesdóttir, 21.6.2007 kl. 14:24
Var'ða hér (stikkorðabrandari)
Kristján Gíslason (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.