Atvinnurógur gegn Loga

Það er ótrúlegt að fylgjast með málefnum Loga Ólafssonar knattspyrnuþjálfara þessa dagana og fjölmiðlar hafa farið hamförum í umfjöllun sinni um hvort hann hafi næg réttindi til þess að þjálfa lið í fyrstu deild. Má líkja þessu við atvinnuróg af verstu gerð.

Það eina sem KSÍ hefur gefið út er að KR eigi eftir að skila inn gögnum um málið og að Logi eigi eftir að senda inn upplýsingar um menntun sína. Í frétt í Mogganum í morgun um málið má lesa þetta;

"Hann sagði að í rauninni vantaði Loga ekkert annað en að senda inn gögn um þá menntun sem hann hefði sem þjálfari því hann væri í rauninni búinn að taka þau námskeið sem til þyrfti og sagðist Ómar ekki búast við öðru en að málið yrði leyst farsællega." Þarna er verið að vitna í Ómar Smárason leyfisstjóra hjá KSÍ. Þarna segir hann að Logi sé búinn að taka þessi námskeið og aðeins sé beðið eftir gögnum um málið.

Jafnvel gekk sport.is svo langt að birta frétt um málið á vefsíðu sinni með fyrirsögninni:"Logi Ólafsson ekki með þjálfararéttindi" Hvurslags fréttamennska er þetta, þarna er verið að slá því upp að Logi sé ekki með nein þjálfararéttindi.

Fjölmiðlar hafa margir hverjir farið offari í þessu svo jaðrar við atvinnuróg. Við skulum bíða og sjá hverjar lyktir málsins verða þegar öll gögn hafa verið innsend og KSÍ búið að fara yfir málin.


mbl.is Logi „tæknilegur ráðgjafi"?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Reyr Sigurðsson

Það er bara verið að reyna að búa til frétt úr engu eins og vaninn er á þessu landi.

Gunnar Reyr Sigurðsson, 2.8.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband