Sigurður Kári hefur "samúð" með landsbyggðinni, hann er góður maður

Mikið var nú hressilegt að sjá í Fréttablaðinu í morgun að Sigurður Kári hefur samúð með okkur landsbyggðarfólki. En ekki nær þó samúð hans lengra en það að hann segir orðrétt; "Ég er þeirrar skoðunar að sömu leikreglur eigi að gilda í atvinnurekstri á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu".

Það þýðir þá líklega að hann er tilbúinn að jafna flutningskostnað fyrirtækja á landsbyggðinni, því aðeins þannig standa framleiðslufyrirtæki á landsbyggðinni jafnfætist fyrirtækjum í Reykjavík. Hann vill kannski beita sér fyrir því að ríkið lækki bensíngjöldin úti á landi svo við getum keypt okkur bensín á sama verði og er í Reykjavík?

Eða eru þetta kannski of sértækar aðgerð til að hann gæti samþykkt það?

Hvað vill Sigurður Kári gera? Jú hann vill leggja Byggðastofnun niður og þá líklega atvinunþróunarfélögin í landinu sem njóta styrkja og stuðnings hennar.

En kommon hann hefur samúð með okkur, þá er þetta allt í lagi. En hann hefur líka samúð með skattgreiðendum segir hann. Það er nú gott að hann hafi samúð með landsbyggðinni og líka skattgreiðendum. En mig minnir að ég borgi líka skatta af mínum launum, ég þarf bara að athuga það betur, þá hef ég tvöfalda samúð Sigurðar Kára. Mikið er það nú gott.

En hvað vill Sigurður Kári gera fyrir okkur landsbyggðarfólkið sem hann hefur svo mikla samúð með?

Það væri gaman að heyra það. Það eru örugglega brilliant hugmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband