Mánudagur, 20. ágúst 2007
Stuðmenn stálu senunni!
Stuðmenn sýndu heldur betur á föstudagskvöldið að þeir kunna ennþá að koma landanum á óvart og koma fram með frumlega uppsetningu sveitarinnar.
Hljóðgervlauppsetning þeirra fannst mér frábær og rafmagnstrommurnar sem Ásgeir spilaði á setti skemmtilegan blæ á tónlistina. Þá skemmdu búningarnir sannarlega ekki fyrir, en eitt af því skemmtilegasta sem maður upplifið á Stuðmannaböllunum hér í denn, voru þessi búningaskipti þeirra 2-3 sinnum á balli.
Þarna gengu Stuðmenn í endurnýjun lífdaga og sýndu svo ekki verður um villst að þeir geta ennþá komið okkur aðdáendum sínum í opna skjöldu.
Um bloggið
Pælingar um ferða- og dægurmál
Tenglar
Ferðamál
Síður sem fjalla um ferðamál.
Bloggvinir
- Björgvin
- Björn Jóhann Björnsson
- Brynjar og Gurrý!
- Dunni
- Einar Bragi Bragason.
- Erla Einarsdóttir
- Eysteinn Skarphéðinsson
- Gísli Torfi
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Gunnar Freyr Steinsson
- Heiðrún Björk Jóhannsdóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Rúnar Birgir Gíslason
- Sigurður Árnason
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Snorri Örn Arnaldsson
- Sólmundur Friðriksson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- ÖSSI
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gat nú verið að trommari frá 80's tímabilinu hafi fílað þetta. Maður sem spilaði í hljómsveit með 3 hljómborðum.
Mér fannst þetta ógeðslegt, þegar vantar alvöru trommur og bassa þá vantar allan botn í þetta.
Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2007 kl. 09:08
Ég kenni nú hljóðblönduninni í sjónvarpinu talsvert um þann þátt, nema þú hafir verið á staðnum. En það sem ég virði endalaust við Stuðmenn er að þeir ná að endurnýja sig hvað eftir annað og í mínum huga ávallt ferskir.
Karl Jónsson, 20.8.2007 kl. 09:24
Ég verð að vera sammála Rúnari. Ég og mínir menn í Spútnik sátum inni á hótelherbergi á Akureyri og áttum hreinlega ekki til orð. Á þessum stærstu tónleikum íslandssögunnar hebbði maður viljað sjá Stuðmenn í fullri reisn og helst með eitthvað aukreitis. Mér fannst þetta alveg kraftlaust og svo þegar Gesta-Bo mætti þá sá maður á svip hans að hann vissi ekkert hvernig hann átti að láta.
Ég segi bara „Skamm Stuðmenn!“
Kristján Gísla (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 10:41
Kalli, þetta segir maður sem var með þér í þriggjahljómborðahljómsveitinni.
En það skondna og ekki skondna er að forkólfur Stuðmanna og líklega sá sem stjórnar flestu í hljómsveitinni er unnusti markaðsstjóra Kaupþings Íslands.
Miðað við alla þessa neikvæðu umræðu sem tónleikarnir hafa fengið út af Stuðmönnum þá er spurning hver staða markaðsstjórans er á eftir. Hún sleppur kannski þar sem hún er væntanlega í fæðingarorlofi ennþá.
Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2007 kl. 11:12
Sá þau úti í Köben um daginn, ætli Jakob hafi ekki verið að kaupa búningana þá.
Karl Jónsson, 20.8.2007 kl. 11:18
Fyrir utan að vera alveg sammála Rúnari og Stjána um ágæti frammistöðu Stuðmanna verð ég að segja að þetta Nasista-þema þeirra var verulega langt yfir markið. Byrja á Kraftwerkslegri hljómsveitaruppstillingu í búningum sem voru í anda Hitlersæskunnar eða Falangista Francos og byrja svo á að kyrja Ich bin Frei. Ég get nú eiginlega ekki kallað þetta að ganga í endurnýjun lífdaga. Þetta var bara ekki að gera sig.
En þriggjahljómborða konceptið gekk vel á meðan það entist og höfum við félagarnir blaðagagnrýni frá Árna Matt (ekki ófrægari spekingi - þ.e. blaðamanninum á Mogganum, ekki fjármálaráðherra) þar sem fram kemur að hljómborðin hafi alls ekki verið ofnotuð hjá hljómsveitinni. Nema síður væri!! Og hafðu það Rúnar!!
kveðja
Árni Þór
Árni Þór (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 17:44
Ég tek það fram að ég man ekki eftir að hafa heyrt í þessari ágætu þriggjahljómborðasveit á þeim tíma sem hljómborðin voru þrjú. Efast ekki um að þetta var flott og fínt, enda voru menn með önnur hljóðfæri með.
Rúnar Birgir Gíslason, 20.8.2007 kl. 18:27
Þetta minnti mig alltsaman á vonda Austur-Tírolska þjóðlagahljómsveit sem ég heyrði einusinni í (Sem má þó alls ekki rugla saman við þá alskagfirsku Tírol, sem hefðu aldrei verið svona lélegir). Verulega vont og illa til fundið.
Unnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 01:29
Þetta var sniðugt hjá Stuðmönnum en ekki ýkja skemmtilegt. Annars er alltaf erfitt að enda svona tónleika og alveg sama hvað Stuðmenn hefðu gert. Fólk hefði byrjað að týnast heim. Samt fá þeir prik fyrir að "Stuða" landann. Það tókst.
kv. Gummi R
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.8.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.