Óli Adda í slag á Skaganum!

Ólafur Adolfsson lyfsali á Akranesi hefur sagt vinnubrögðum Lyfja og heilsu stríð á hendur. Hann opnaði sitt eigið apótek á Skaganum fyrr á þessu ári og það var ekki að spyrja að samkeppnisaðilanum, lyfsölukeðjunni Lyfi og heilsu, þeir lækkuðu verð á lyfjum á Akranesi og aðeins þar.

Engum dylst hvað vakir fyrir þeim, auðvitað vilja þeir losna við Óla út af markaðnum á Akranesi til að geta haldið einokunarstöðu sinni þar, en það er mat margar að lyfsölukeðjurnar tvær, skipti landinu með sér, að um það sé þegjandi samkomulag um að þessir aðilar skipti bróðurlega á milli sín þeim stöðum sem ekki þola samkeppni vegna smæðar markaðar.

En við sem þekkjum Óla vitum að hann deyr ekki ráðalaus, framganga hans á knattspyrnu- og körfuknattleiksvellinum sýndi fram á mikið keppnisskap og styrk og það kemur honum til góða í þessu tilviki. Hann auglýsti í héraðsfréttablaði Vesturbæinga í Reykjavík, þar sem Lyf og heilsa starfa einnig, og spurði hvort að þeir væru að niðurgreiða lyf fyrir Skagamenn. En að sjálfsögðu hefur lyfsölukeðjan ekki lækkað verðið til Vesturbæinga, því þeir sitja þar einir að kjötkötlunum. Auk þess að vekja athygli fólks á þessu, býður hann Vesturbæingum að fá lyfin heimsend á Akranesverðum. Krókur á móti bragði hjá Ólafi og hvers eiga viðskiptavinir lyfsölukeðjunnar að gjalda, að horfa upp á Skagamenn kaupa lyfin sín allt að 76% ódýrara heldur en þeir.

Fyrr á þessu ári kom fram í viðtölum við fyrrum lyfsöluaðila, sem voru í einkarekstri, hvaða vinnubrögð stóru lyfsölukeðjurnar notuðu til að kaupa apótekin af þeim í mörgum tilfellum og var oft um hótanir og svínbeygingar að ræða.

Ég hvet Skagamenn til að fylkja sér um viðskipti við Apótek Akraness og hætta að láta bjóða sér þessa viðskiptahætti sem tíðkast á einokunarsvæðum lyfsölukeðjanna. Vonandi verður þetta til þess að fleiri baráttuhundar eins og Óli láti til skarar skríða og komi upp apótekum til höfuðs stóru keðjunum og lækki verðið til hagsbóta fyrir neytendur. Þá reynir á okkur neytendur að versla þar sem lyfin eru ódýrust og styðja einkaframtakið í baráttu við stóru keðjurnar.

Sumir kunna að líta á þetta sem baráttu Davíðs og Golíats, Óli var þekktur fyrir að bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á vellinum, enda höfðinu hærri en þeir flestir, grimmur í tæklingum og mikill foringi. En öll vitum við að Davíð sigraði Golíat og með stuðningi íbúa Akraness og nágrennis (og kannski Vesturbæinga líka!) gæti það alveg orðið niðurstaðan að þessu sinni og bara vonandi.

Áfram Óli!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Sammála þessi Kalli.. verst að maður er svo stálsleginn að það eina sem maður kaupir í apótekinu þessa dagana er Alkazeltser.. tek slaginn með Óla.

Sigurður Elvar Þórólfsson, 14.9.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælingar um ferða- og dægurmál

Höfundur

Karl Jónsson
Karl Jónsson
Áhugamaður um ferðamál og einn af eigendum Lamb Inn á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Veturinn er fallegur á Íslandi
  • ...img_9430
  • 20080519083320623
  • Lokahof04_SOA1
  • Lokahof04_SOA

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband